Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2025 07:48 Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gætir hagsmuna Betsson á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Lögmaður segir skjóta skökku við að erlendar veðmálasíður fái ekki að starfa hér á landi. Þær gætu eflt íþróttafélög landsins til muna. Í gær gaf Happdrætti Háskóla Íslands út skýrslu um fjárhættuspilamarkaðinn í alþjóðlegum samanburði. Forstjóri Happdrættisins segir það mikilvægt að breyta úreltum lögum sem fyrst þar sem erlendar síður starfi ólöglega hér á landi og allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi til þessara síðna á hverju ári. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, gætir hagsmuna erlendrar veðmálasíðu, Betsson, og segir skrítið að HHÍ skuli láta vinna þessa skýrslu þegar niðurstöður margra annarra rannsókna séu til staðar. „Þeir eru auðvitað að undirbúa einhvern lobbýisma gagnvart Alþingi og dómsmálaráðherra til þess að reyna að halda óbreyttu ástandi í heimi sem er síbreytilegur. Allt frá 1995 hafa stjórnvöld á Íslandi vitað að við erum tengd internetinu og þá var verið að fjalla um það í skýrslum hvort það væri hægt að sporna við erlendri veðmálastarfsemi á Íslandi en það er ekki hægt vegna þess að við höfum netið,“ segir Sigurður. Ísland tilheyri Evrópska efnahagssvæðinu og því eigi að vera frelsi í viðskiptum milli ríkja. „Betsson vill fá að reka sína starfsemi samkvæmt reglum og leyfum á Íslandi. Það er ekkert ólögmæt í starfsemi Betsson,“ segir Sigurður. Þannig þegar er talað um að erlendu fyrirtækin, eins og Betsson, vilji óbreytt ástand, það er ekki rétt? „Þau vilja ekkert óbreytt ástand. Þau vilja fá að keppa á jafnréttisgrundvelli á íslenskum markaði. Geta auglýst sig og þannig stutt við íslenska fjölmiðla og íslensk íþróttafélög með auglýsingakaupum og kannski öðrum styrkjum. En þeir vilja ekki óbreytt ástand þannig að það sé verið að úthrópa fyrirtæki sem er skráð í kauphöllum víða um Evrópu sem einhverja ólögmæta starfsemi. Einhverja sjóræningjastarfsemi, sem það er ekki,“ segir Sigurður. Fjárhættuspil Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Í gær gaf Happdrætti Háskóla Íslands út skýrslu um fjárhættuspilamarkaðinn í alþjóðlegum samanburði. Forstjóri Happdrættisins segir það mikilvægt að breyta úreltum lögum sem fyrst þar sem erlendar síður starfi ólöglega hér á landi og allt að fjörutíu milljarðar króna streymi úr landi til þessara síðna á hverju ári. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, gætir hagsmuna erlendrar veðmálasíðu, Betsson, og segir skrítið að HHÍ skuli láta vinna þessa skýrslu þegar niðurstöður margra annarra rannsókna séu til staðar. „Þeir eru auðvitað að undirbúa einhvern lobbýisma gagnvart Alþingi og dómsmálaráðherra til þess að reyna að halda óbreyttu ástandi í heimi sem er síbreytilegur. Allt frá 1995 hafa stjórnvöld á Íslandi vitað að við erum tengd internetinu og þá var verið að fjalla um það í skýrslum hvort það væri hægt að sporna við erlendri veðmálastarfsemi á Íslandi en það er ekki hægt vegna þess að við höfum netið,“ segir Sigurður. Ísland tilheyri Evrópska efnahagssvæðinu og því eigi að vera frelsi í viðskiptum milli ríkja. „Betsson vill fá að reka sína starfsemi samkvæmt reglum og leyfum á Íslandi. Það er ekkert ólögmæt í starfsemi Betsson,“ segir Sigurður. Þannig þegar er talað um að erlendu fyrirtækin, eins og Betsson, vilji óbreytt ástand, það er ekki rétt? „Þau vilja ekkert óbreytt ástand. Þau vilja fá að keppa á jafnréttisgrundvelli á íslenskum markaði. Geta auglýst sig og þannig stutt við íslenska fjölmiðla og íslensk íþróttafélög með auglýsingakaupum og kannski öðrum styrkjum. En þeir vilja ekki óbreytt ástand þannig að það sé verið að úthrópa fyrirtæki sem er skráð í kauphöllum víða um Evrópu sem einhverja ólögmæta starfsemi. Einhverja sjóræningjastarfsemi, sem það er ekki,“ segir Sigurður.
Fjárhættuspil Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira