Menning

George R. R. Martin á Ís­landi: „Það er smá svalt hérna“

Agnar Már Másson skrifar
Krúnuleikahöfundur króknar. George R. R. Martin, höfundur Krúnuleikanna (eða Game of Thrones) er á landinu. Við hlið hans stendur íslenski glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.
Krúnuleikahöfundur króknar. George R. R. Martin, höfundur Krúnuleikanna (eða Game of Thrones) er á landinu. Við hlið hans stendur íslenski glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Sýn/Lýður

Fantasíuhöfundurinn George R. R. Martin, sem skrifaði Krúnuleikana, var í banastuði þegar á bókahátíðinni Iceland Noir sem hófst í dag en þar er hann heiðursgestur. Hann hafði orð á veðrinu.

„Já, það er ég,“ svaraði heiðursgesturinn þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður spurði hann í kvöldfréttum Sýnar í kvöld hvort hann hlakkaði til helgarinnar. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Martin kemur til Íslands, þrátt fyrir að stór hluti þáttanna hafi verið tekinn upp hér á landi.

„Það er reyndar smá svalt hérna,“ bætti hann við. 

„Ég hef verið að vara fólk við því að veturinn nálgist. Kemur í ljós að hann kom hingað fyrst.“

Heiður að hitta höfundinn

Leikarinn Will Tudor, sem fer með hlutverk Olyvars í þáttunum sem byggja á fantasíubókmenntum Martins, er einnig gestur á hátíðinni og var að hitta höfundinn í fyrsta skipti þegar fréttamaðurinn náði tali af þeim. „Það er algjör heiður,“ sagði Tudor, sem kvaðst afar

Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir glæpasagnahöfundar standa meðal annars fyrir hátíðinni og eru þau hæstánægð með hvernig gengið hefur.

„Við höldum að þetta sé fjórtánda árið,“ sagði Yrsa. „Maður spyr sig eiginlega: Hvar endar þetta? Þetta verður alltaf stærra og stærra.“

En það er ekki aðeins höfundur Krúnuleikanna sem lætur sjá sig, heldur einnig höfundur Smokkfiskaleikara, nánar til tekið Squid Game.

Meðal annarra heiðurgesta á hátíðinni eru bresku leikararnir Önnu Friel og Richard Armitage, sænsku stórstjörnurnar Lenu Olin og Lasse Hallstrom, rihöfundar á borð við Siri Hustved, Colm Toibin og Satu Ramo og okkar eigin Andri Snær Magnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.