„Þetta var bara skita“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:10 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara hundsvekkjandi. Við ætluðum okkur svo miklu meira,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, eftir stórt tap liðsins í kvöld. KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum. KA FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Sjá meira
KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum.
KA FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Sjá meira