„Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:28 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. vísir / Diego „Ég er bara mjög ánægður. Við spiluðum góðan fyrri hálfleik og lögðum grunninn að þessu þar,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir öruggan sigur sinna manna í Olís-deildinni í kvöld. FH-ingar unnu vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti KA í 10. umferð Olís-deildarinnar, en lokatölur urðu 45-32, FH í vil. „Þetta var kannski ekki okkar besti varnarleikur, en ég er ánægður með sóknarleikinn og kraftinn í honum. Góð tvö stig á móti KA-liði sem mér finnst búið að vera rábært í vetur.“ Þrátt fyrir að hans menn hafi skorað 45 mörk í leik kvöldsins vildi Sigursteinn ekki meina að FH-ingar hafi spilað fullkominn sóknarleik. „Nei, kannski ekki tía, en það var margt mjög jákvætt sem við vorum búnir að leggja góða vinnu í fyrir þennan leik. Gaman að sjá hvernig okkur tókst að koma því í verk.“ Þá nýtti hann einnig tækifærið og hrósaði KA-mönnum fyrir sína frammistöðu í vetur, en fyrir leikinn gat KA jafnað Aftureldingu og Hauka á toppi deildarinnar. „Mér finnst þeir búnir að vera frábærir. Ég er búinn að sjá fullt af leikjum hjá þeim og það er kominn flottur bragur á þetta hjá KA. Andri er bara að gera geggjaða hluti með þá,“ sagði Sigursteinn áður en hann nefndi það sem honum fannst vanta hjá sínum mönnum í kvöld. „Við vorum í brasi varnarlega í seinni hálfleik. En það var kominn góð staða og við slökuðum kannski óþarflega mikið á. Svo náðum við að bæta aftur í þetta í lokin og það skilaði stórum og góðum sigri.“ Að lokum var Sigursteinn spurður út í frammistöðu Garðars Inga Sindrasonar, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir FH. „Mér fannst hann stórkostlegur, eins og öll útilínan okkar. Eins og ég sagði hérna áðan þá lögðum við mikla vinnu í sóknarleikinn eftir síðasta leik þar sem sóknarleikurinn var ekki góður. Það hafa margar góðar hendur í Krikanum komið að verki í þeim málum og ég er mjög ánægður með það. Bæði Garðar og Ómar (Darri Sigurgeirsson) og fleiri að gera þetta af miklum og góðum krafti. Við vorum að koma á réttum tíma og þar af leiðandi voru þeir í mesta brasi með okkur,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH KA Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
FH-ingar unnu vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti KA í 10. umferð Olís-deildarinnar, en lokatölur urðu 45-32, FH í vil. „Þetta var kannski ekki okkar besti varnarleikur, en ég er ánægður með sóknarleikinn og kraftinn í honum. Góð tvö stig á móti KA-liði sem mér finnst búið að vera rábært í vetur.“ Þrátt fyrir að hans menn hafi skorað 45 mörk í leik kvöldsins vildi Sigursteinn ekki meina að FH-ingar hafi spilað fullkominn sóknarleik. „Nei, kannski ekki tía, en það var margt mjög jákvætt sem við vorum búnir að leggja góða vinnu í fyrir þennan leik. Gaman að sjá hvernig okkur tókst að koma því í verk.“ Þá nýtti hann einnig tækifærið og hrósaði KA-mönnum fyrir sína frammistöðu í vetur, en fyrir leikinn gat KA jafnað Aftureldingu og Hauka á toppi deildarinnar. „Mér finnst þeir búnir að vera frábærir. Ég er búinn að sjá fullt af leikjum hjá þeim og það er kominn flottur bragur á þetta hjá KA. Andri er bara að gera geggjaða hluti með þá,“ sagði Sigursteinn áður en hann nefndi það sem honum fannst vanta hjá sínum mönnum í kvöld. „Við vorum í brasi varnarlega í seinni hálfleik. En það var kominn góð staða og við slökuðum kannski óþarflega mikið á. Svo náðum við að bæta aftur í þetta í lokin og það skilaði stórum og góðum sigri.“ Að lokum var Sigursteinn spurður út í frammistöðu Garðars Inga Sindrasonar, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir FH. „Mér fannst hann stórkostlegur, eins og öll útilínan okkar. Eins og ég sagði hérna áðan þá lögðum við mikla vinnu í sóknarleikinn eftir síðasta leik þar sem sóknarleikurinn var ekki góður. Það hafa margar góðar hendur í Krikanum komið að verki í þeim málum og ég er mjög ánægður með það. Bæði Garðar og Ómar (Darri Sigurgeirsson) og fleiri að gera þetta af miklum og góðum krafti. Við vorum að koma á réttum tíma og þar af leiðandi voru þeir í mesta brasi með okkur,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla FH KA Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira