Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2025 08:40 Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að tillaga Sjálfstæðismanna myndi erfiða fólki að fá stæði nærri kirkjum. Vísir/Vihelm Tillaga Sjálfstæðismanna í Reykjavík um að falla frá bílastæðasektum á messutíma var felld í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalista á móti. Tillagan var fyrst lögð fram 18. september síðastliðinn en hún felur í sér að borgarráð samþykki að beina því til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að sekta ekki ökumenn á gjaldskyldum bílastæðum við kirkjur á messutíma. „Fólk er misjafnlega gott til gangs og margir messugestir búa utan sóknamarka og ferðast því langar leiðir til að sækja messu auk þess sem messusókn getur verið skylda, t.d. meðal kaþólskra,“ segir í tillögunni. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, sem komst að þeirri niðurstöðu að ef gjaldskyldu yrði aflétt á messutíma eða gefið út að ekki yrði eftirlit á þeim tíma, yrði erfiðara fyrir kirkjugesti að finna laus stæði og gangur verða lengri en ella. „Tilgangur gjaldskyldu er m.a. stýring á nýtingu bílastæða, með það að markmiði að á sama tíma og að bílastæði séu vel nýtt séu einnig laus stæði fyrir þá sem á þeim þurfa að halda og eiga erindi á svæðið, kirkjugesti sem aðra,“ sagði í umsögninni. „Gjaldskyldan er þannig notuð til þess að stuðla að því að bílastæði séu laus fyrir þá sem þurfa á þeim að halda, eins og kirkjugesti, en ekki sem eiginleg greiðsla fyrir það að leggja í stæði.“ Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Trúmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tillagan var fyrst lögð fram 18. september síðastliðinn en hún felur í sér að borgarráð samþykki að beina því til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að sekta ekki ökumenn á gjaldskyldum bílastæðum við kirkjur á messutíma. „Fólk er misjafnlega gott til gangs og margir messugestir búa utan sóknamarka og ferðast því langar leiðir til að sækja messu auk þess sem messusókn getur verið skylda, t.d. meðal kaþólskra,“ segir í tillögunni. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, sem komst að þeirri niðurstöðu að ef gjaldskyldu yrði aflétt á messutíma eða gefið út að ekki yrði eftirlit á þeim tíma, yrði erfiðara fyrir kirkjugesti að finna laus stæði og gangur verða lengri en ella. „Tilgangur gjaldskyldu er m.a. stýring á nýtingu bílastæða, með það að markmiði að á sama tíma og að bílastæði séu vel nýtt séu einnig laus stæði fyrir þá sem á þeim þurfa að halda og eiga erindi á svæðið, kirkjugesti sem aðra,“ sagði í umsögninni. „Gjaldskyldan er þannig notuð til þess að stuðla að því að bílastæði séu laus fyrir þá sem þurfa á þeim að halda, eins og kirkjugesti, en ekki sem eiginleg greiðsla fyrir það að leggja í stæði.“
Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Trúmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira