Tíska og hönnun

Upp­lifir skotin oftast sem hrós

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Adam Pálsson ræddi við blaðamann um tískuna.
Adam Pálsson ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend

„Ég fýla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindarammann,“ segir 27 ára fótboltakappinn Adam Pálsson. Adam, sem leikur með fótboltafélaginu Val, er með skemmtilegan og töff stíl og fylgir innsæinu þegar það kemur að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um fataskápinn og klæðaburð.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Mér finnst skemmtilegt hvernig tískan fer í hringi. Fötin sem voru flott fyrir sirka tuttugu árum síðan eru aftur orðið flott í dag. Kannski eftir tíu eða tuttugu ár verður maður mættur aftur í skinny jeans, hver veit.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Ég myndi segja nýi Metta Sport regnjakkinn minn. Hann er hvítur og stílhreinn og það er hægt að nota hann við allt. 

Kasmír peysan mín frá íslenska hönnunarmerkinu Arason kemur svo líklega beint á eftir.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Ég er oftast búinn að hugsa fittið daginn áður ef ég er að fara að gera eitthvað sérstakt. Annars velur maður oft bara það sem hentar fyrir tilefnið hverju sinni.

Adam fylgir flæðinu í klæðaburðinum.Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

Ýktur en samt að reyna að vera smart þrátt fyrir að vera flashy. Mér finnst skemmtilegt að hafa eina flík sem er aðeins ýktari en hinar.

Adam gefur gaman að því að blanda saman smá ýktu við stílhreinni flíkur. Aðsend

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Já, svo sannarlega. Maður hefur prófað margt og mikið, ófátt hefur verið mjög ljótt þegar maður horfir á það til baka núna en maður verður bara að prófa sig áfram í þessu!

Adam hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram í tískunni og finna sinn stíl.Aðsend

Nýturðu þess að klæða þig upp?

Já klárlega. Það er bara leiðinlegt að maður nái ekki að gera það oftar. Ég fer oftast bara á æfingu og svo aftur heim og þá er það líklegast bara Metta gallinn og moonboots sem verða fyrir valinu.

Adam er oft í kósígallanum á milli æfinga en hefur gaman að því að klæða sig upp.Instagram

Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði?

Sniðið verður að vera gott, eins og akkúrat núna fýla ég frekar þrönga boli og útvíðar buxur.

Víðar, flared, buxur og þröngir bolir kalla á Adam.Aðsend

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?

Alls konar fólki. Asap Rocky hefur verið maður sem ég hef horft til lengi. Svo hjálpar að eiga bróður sem er með fatamerkið Ranra. Maður leitar oft til hans!

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Svo sem ekki. Eins og ég sagði áðan þá hef ég prófað allt. Ég fýla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindaramman. Þegar ég fæ skot á klæðaburðinn lít ég oftast bara á það sem hrós.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Fyrsta sem ég hugsaði voru Nike x Virgil Abloh skór sem eg átti og Travis Scott x Nike. Í gamla daga var mjög gaman að eiga þá þótt ég noti þá minna í dag.

Hvað finnst þér heitast fyrir haustið?

Kasmír (e. cashmere) klárlega. Hettupeysurnar frá Arason eru mjög flottar og svo eru Unqilo með mjög flotta línu af kasmír ull.

Adam er hrifin af kasmír ull.Aðsend

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Bara reyna finna það sem þér finnst flott og reyna að finna fólk sem þér finnst klæða sig vel og herma eftir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.