Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 13:26 Dóra Tynes lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti segir tíðindin frá Brussel ekki hafa komið sér á óvart. Vísir Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði ákveðið að undanskilja ekki Ísland og Noreg verndarráðstöfunum um kísiljárn. Á næstu dögum kemur í ljós hvort aðildaríki ESB samþykki tillöguna. Dóra Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, segir tillögu framkvæmdastjórnarinnar ekki hafa komið henni á óvart. „Því þetta eru ráðstafanir sem framkvæmdastjórnin er að grípa til undir GATS-samningnum, þetta er regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og þar eru skýrar reglur um að ef tollabandalög setja á svona verndarráðstafanir þá gildi þær um alla aðila sem standa utan tollabandalagsins.“ Utanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum telja að framkvæmdastjórn ESB væri með tillögunni að fara gegn EES-samningnum. „Verndarráðstafanir eða ráðstafanir sem takmarka innflutning og frjálst flæði vara brjóta náttúrulega gegn meginreglum EES samningsins. Hins vegar er í EES samningnum úrræði um verndarráðstafanir sem samningsaðilar geta gripið til þannig að þeir víkja í rauninni til hliðar hlutum samningsins vegna tiltekinna aðstæðna þannig að það er kannski dálítið langt gengið að segja að þetta sé ólöglegt, það er frekar að hvaða marki er hægt að grípa til þessara verndaraðgerða undir EES-samningnum,“ útskýrir Dóra. Fari allt á versta veg þá segir Dóra að Elkem geti látið reyna á lögmæti tillögu framkvæmdastjórnarinnar fyrir dómstól ESB. Kenningin um Kína langsótt Í samfélagsumræðu um málið hefur því verið velt upp hvort Ísland og Noregur séu ekki undanskilin aðgerðunum vegna eignarhaldsins en Kínverjar eiga stóran hlut í fyrirtækinu. „Það kæmi mér verulega á óvart vegna þess að það er alls konar eignarhald á innri markaðnum frá aðilum sem standa fyrir utan hann þannig að það held ég að sé nú kannski fulllangt seilst en menn hafa þá önnur tæki ef menn vilja grípa til ráðstafana gegn einhverju sérstöku ríki, þá geta menn sett á verndartolla og eitthvað slíkt, en ég held að það sé nú svolítið langsótt.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37