Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 13. nóvember 2025 21:46 Birgir Þórarinsson er meðal þeirra sem hafa haldið utan um tónleikana. Sýn Í kvöld fóru fram í Dómkirkjunni í Reykjavík styrktartónleikar fyrir kristna flóttamenn frá héraðinu Nagorno-Karabakh í Armeníu. Birgir Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður, hélt utan um tónleikana. Um 120 þúsund manns þurftu að flýja Nagorno-Karabakh héraðið í Armeníu vegna stríðsátaka árið 2023. Á tónleikunum í kvöld var meðal annars fyrrverandi forsætisráðherra héraðsins, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur í hjálparstarf. Birgir Þórarinsson heimsótti héraðið sjálfur árið 2020. „Árið 2020 fór ég sem þingmaður til Nagorno-Karabakh þegar stríðið geisaði þar, og ég sá með eigin augum þær hörmungar sem fylgja stríðsrekstri gagnvart almennum borgurum,“ segir Birgir. „Þar kynntist ég forsætisráðherranum, og hann sagði mér síðan að hann væri að koma til Íslands og halda hér þessa tónleika, í framhaldi af því að fara til Færeyja.“ „Ég hef svona verið að hjálpa til við þetta, og auk þess Margrét Bóasdóttir frá Þjóðkirkjunni, og við erum að vonast eftir því að sem flestir komi.“ Hópurinn gleymdur Birgir segir að staðan sé erfið hjá þessum hópi fólks. „Það voru 120 þúsund manns sem þurftu að flýja sín heimkynni, og þjóðarbrotið hefur búið í Karabakh í sautján hundruð ár, en nú er enginn þar og þau búa sem flóttamenn í Armeníu við erfiðar aðstæður.“ „Við erum að reyna styrkja þetta starf, og dönsku hjálparsamtökin 10-40, þau halda utan um það og við erum að styrkja þau í því.“ Markmið tónleikanna sé meðal annars að vekja athygli á málstaðnum. „Það hefur gengið mjög vel, ég held að þetta skipti verulega miklu máli, og einnig vegna þess að þessi hópur er bara gleymdur í því ástandi sem ríkir í heiminum.“ „Þess vegna er mjög mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum, og það munar um hvert framlag í þessu. Þannig við höfum miklar væntingar um það að við getum hjálpað fólki sem á við erfiðleika að stríða, og eigi þá vonandi betri jól en stefnir í.“ Flóttamenn Armenía Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Um 120 þúsund manns þurftu að flýja Nagorno-Karabakh héraðið í Armeníu vegna stríðsátaka árið 2023. Á tónleikunum í kvöld var meðal annars fyrrverandi forsætisráðherra héraðsins, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur í hjálparstarf. Birgir Þórarinsson heimsótti héraðið sjálfur árið 2020. „Árið 2020 fór ég sem þingmaður til Nagorno-Karabakh þegar stríðið geisaði þar, og ég sá með eigin augum þær hörmungar sem fylgja stríðsrekstri gagnvart almennum borgurum,“ segir Birgir. „Þar kynntist ég forsætisráðherranum, og hann sagði mér síðan að hann væri að koma til Íslands og halda hér þessa tónleika, í framhaldi af því að fara til Færeyja.“ „Ég hef svona verið að hjálpa til við þetta, og auk þess Margrét Bóasdóttir frá Þjóðkirkjunni, og við erum að vonast eftir því að sem flestir komi.“ Hópurinn gleymdur Birgir segir að staðan sé erfið hjá þessum hópi fólks. „Það voru 120 þúsund manns sem þurftu að flýja sín heimkynni, og þjóðarbrotið hefur búið í Karabakh í sautján hundruð ár, en nú er enginn þar og þau búa sem flóttamenn í Armeníu við erfiðar aðstæður.“ „Við erum að reyna styrkja þetta starf, og dönsku hjálparsamtökin 10-40, þau halda utan um það og við erum að styrkja þau í því.“ Markmið tónleikanna sé meðal annars að vekja athygli á málstaðnum. „Það hefur gengið mjög vel, ég held að þetta skipti verulega miklu máli, og einnig vegna þess að þessi hópur er bara gleymdur í því ástandi sem ríkir í heiminum.“ „Þess vegna er mjög mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum, og það munar um hvert framlag í þessu. Þannig við höfum miklar væntingar um það að við getum hjálpað fólki sem á við erfiðleika að stríða, og eigi þá vonandi betri jól en stefnir í.“
Flóttamenn Armenía Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira