Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 08:30 Dómarar í málinu mátu skýringar Ion Imanol Franco Costa bæði ósennilegar og ótrúverðugar. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Ion Imanol Franco Costa, rúmlega þrítugum manni, fyrir að hafa nauðgað ungri konu um nótt eftir jólateiti á hóteli á Austurlandi um miðjan desember 2023. Landsréttur kvað upp sinn dóm í gær og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Austurlands frá í október á síðasta ári. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft við konuna önnur kynferðismök, samræði án hennar samþykkis og beitt hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf en nánar má lesa um framburð sakbornings og konunnar í frétt Vísis um dóm Héraðsdóms Austurlands. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Konan sem varði fyrir brotinu var boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins, en vinkonurnar höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að sæði mannsins hafi greinst í átta blettum í laki í rúminu þar sem konan svaf. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hafi viðhaft kynferðislegar athafnir í herberginu þar sem hún svaf, en konan neitaði því að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra. Dómurinn mat skýringar mannsins á því hvernig sæði hans hafi greinst í lakinu bæði ósennilegar og ótrúverðugar og var dómur héraðsdóms staðfestur. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk áfrýjunarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Landsréttur kvað upp sinn dóm í gær og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Austurlands frá í október á síðasta ári. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft við konuna önnur kynferðismök, samræði án hennar samþykkis og beitt hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf en nánar má lesa um framburð sakbornings og konunnar í frétt Vísis um dóm Héraðsdóms Austurlands. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Konan sem varði fyrir brotinu var boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins, en vinkonurnar höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að sæði mannsins hafi greinst í átta blettum í laki í rúminu þar sem konan svaf. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hafi viðhaft kynferðislegar athafnir í herberginu þar sem hún svaf, en konan neitaði því að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra. Dómurinn mat skýringar mannsins á því hvernig sæði hans hafi greinst í lakinu bæði ósennilegar og ótrúverðugar og var dómur héraðsdóms staðfestur. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk áfrýjunarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira