Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2025 10:05 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, (t.h.) flissar með Valerie Hayer, formanni Endurnýjum Evrópu, bandalagi frjálslyndra flokka. Auk fjarhægrimanna greiddu þingmenn Endurnýjum Evrópu atkvæði með bandalagi forsetans. Vísir/EPA Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. Óformlegt samkomulag hefur verið á meðal miðjuflokka á Evrópuþinginu um áratugaskeið að halda öfgahægrimönnum frá áhrifum. Flokkar af hægri jaðrinum unnu hins vegar verulega á í síðustu Evrópuþingskosningunum og víða í landskosningum í Evrópu. Ákvörðun Lýðflokks Evrópu (EPP), flokkabandalagi miðhægriflokka, um að taka höndum saman við bandalag fjarhægriflokka um að draga úr kröfum til fyrirtækja í umhverfismálum markaði tímamót. Kristilegi demókrataflokkur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, tilheyrir EPP á Evrópuþinginu. Fjarhægriflokkarnir voru sigurreifir eftir atkvæðagreiðsluna. „Heildarhagsmunirnir urðu ofan á en þetta er líka ávöxtur vaxandi áhrifa okkar, sérstaklega hér í þingsal Evrópuþingsins,“ sagði Jordan Bardella frá frönsku Þjóðfylkingunni. Fulltrúar hinna miðflokkanna voru aftur á móti súrir í bragði. „Þetta eru ömurleg merki fyrir meirihlutann í Evrópu, þetta eru ömurleg merki fyrir Evrópu, þetta er ömurlegt fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og vörnum gegn barnaþrælkun. Í mínum augum eru þetta mjög, mjög slæm merki fyrir samstarfið næstu fjögur árin,“ sagði Terry Reintke, varaformaður flokkabandalags Græningja, við blaðið Politico. Hluti af þeim reglum sem hægriflokkarnir afnámu snerust um gegnsæi í aðfangakeðjum, þar á meðal um aðbúnað verkamanna. Hluti af afregluvæðingu von der Leyen Tillögurnar sem EPP og fjarhægriflokkarnir náðu saman um gengu meðal annars út á að veita fleiri fyrirtækjum undanþágu frá því að þurfa að standa skil á upplýsingum um umhverfisáhrif starfsemi sinnar. Þá verður ekki lengur krafist loftslagsáætlana í áreiðanleikakönnunum fyrirtækja. Afregluvæðingin í því skyni að auka samkeppnishæfni Evrópu við Kína og Bandaríkin er eitt helsta forgangsmál von der Leyen á öðru kjörtímabili hennar sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Nú þegar er útlit fyrir að Evrópuríki fái að útvista verulegum hluta af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem þau eiga að ná fyrir árið 2040. Það yrði í fyrsta skipti sem heimilt væri að nýta svokallaða alþjóðlegar kolefniseiningar upp í landsmarkmið ríkja í Evrópu. Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Óformlegt samkomulag hefur verið á meðal miðjuflokka á Evrópuþinginu um áratugaskeið að halda öfgahægrimönnum frá áhrifum. Flokkar af hægri jaðrinum unnu hins vegar verulega á í síðustu Evrópuþingskosningunum og víða í landskosningum í Evrópu. Ákvörðun Lýðflokks Evrópu (EPP), flokkabandalagi miðhægriflokka, um að taka höndum saman við bandalag fjarhægriflokka um að draga úr kröfum til fyrirtækja í umhverfismálum markaði tímamót. Kristilegi demókrataflokkur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, tilheyrir EPP á Evrópuþinginu. Fjarhægriflokkarnir voru sigurreifir eftir atkvæðagreiðsluna. „Heildarhagsmunirnir urðu ofan á en þetta er líka ávöxtur vaxandi áhrifa okkar, sérstaklega hér í þingsal Evrópuþingsins,“ sagði Jordan Bardella frá frönsku Þjóðfylkingunni. Fulltrúar hinna miðflokkanna voru aftur á móti súrir í bragði. „Þetta eru ömurleg merki fyrir meirihlutann í Evrópu, þetta eru ömurleg merki fyrir Evrópu, þetta er ömurlegt fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og vörnum gegn barnaþrælkun. Í mínum augum eru þetta mjög, mjög slæm merki fyrir samstarfið næstu fjögur árin,“ sagði Terry Reintke, varaformaður flokkabandalags Græningja, við blaðið Politico. Hluti af þeim reglum sem hægriflokkarnir afnámu snerust um gegnsæi í aðfangakeðjum, þar á meðal um aðbúnað verkamanna. Hluti af afregluvæðingu von der Leyen Tillögurnar sem EPP og fjarhægriflokkarnir náðu saman um gengu meðal annars út á að veita fleiri fyrirtækjum undanþágu frá því að þurfa að standa skil á upplýsingum um umhverfisáhrif starfsemi sinnar. Þá verður ekki lengur krafist loftslagsáætlana í áreiðanleikakönnunum fyrirtækja. Afregluvæðingin í því skyni að auka samkeppnishæfni Evrópu við Kína og Bandaríkin er eitt helsta forgangsmál von der Leyen á öðru kjörtímabili hennar sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Nú þegar er útlit fyrir að Evrópuríki fái að útvista verulegum hluta af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem þau eiga að ná fyrir árið 2040. Það yrði í fyrsta skipti sem heimilt væri að nýta svokallaða alþjóðlegar kolefniseiningar upp í landsmarkmið ríkja í Evrópu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira