Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 14. nóvember 2025 10:30 Það er ákveðinn misskilningur að stórar framkvæmdir á borð við jarðgöng og vegagerð séu fyrst og fremst kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Það kemur til af því að slíkar framkvæmdir eru kostnaðartölur í samgönguáætlun en höfum það á hreinu samgönguáætlun fjallar ekki um tekjuhlið ríkissjóðs af eigin framkvæmdum. Ríkið græðir helling af eigin framkvæmdum. Framkvæmdir eru fjárfesting – ekki útgjöld Framkvæmdir eru fjárfestingar sem eignfærast, skapa tekjur, störf og verðmæti á framkvæmdatíma, bæði fyrir ríkið sjálft sem og fyrir samfélagið í heild. Þegar ríkið ræsir stórar samgönguframkvæmdir fer hluti fjármagnsins nær samstundis aftur í ríkiskassann. Virðisaukaskattur, tryggingagjöld, tekjuskattar, gjöld af vélum og ökutækjum, tollar og vörugjöld fyrir utan fjölmörg önnur opinber gjöld sem víða leynast. Áætla mætti að ríkið endurheimti allt frá 25-35 % af kostnaði framkvæmda þegar á framkvæmdatíma. Þá strax myndast hreyfing í efnahagslífinu, þjónusta og verslun vex á framkvæmdatíma fyrir utan þann langtíma ábata samfélagsins og ríkisins af bættum samgöngum og auknum atvinnutækifærum. Þetta er því ekki útgjöld, heldur fjárfesting sem borgar sig margfalt. Þetta gildir til dæmis um Fjarðarheiðargöng og nýjan veg um Öxi. Fyrir íbúa og fyrirtæki í Múlaþingi og á Austurlandi þýðir þetta styttri og öruggari leiðir, minni eldsneytisnotkun og lægri rekstrarkostnað. Fyrir ríkið þýðir það meiri umsvif, auknar skatttekjur og sterkari byggðir. Betri samgöngur eru sannarlega burðarás byggðafestu. Fólk er líklegra til að setjast að þar sem þjónusta og aðgengi eru tryggð, fyrirtæki sjá tækifæri í hraðari flutningum og ferðaþjónustan getur vaxið á traustari grunni. Hver króna sem fer í slíkar framkvæmdir er fjárfesting í framtíð byggðanna. Tíminn er peningar – líka fyrir ríkið Tafir í framkvæmdum kosta peninga. Fyrir hvert ár sem líður án framkvæmda tapar ríkið mögulegum tekjum og störfum. Því fyrr sem verkin verða að veruleika, því fyrr nýtist ávinningurinn fyrir þjóðarbúið. Það er kominn tími til að breyta hugsunarhætti okkar um að samgönguframkvæmdir séu eingöngu gjaldaliðir, framkvæmdir eru tekjulindir – fjárfestingar sem efla atvinnulíf, tryggja öryggi og styrkja ríkissjóð til framtíðar. Spurningin sem eftir stendur er ekki hvort við höfum efni á að ráðast í þessi verk – heldur hvort við höfum efni á að láta þau ógert. Sveitarstjórn Múlaþings stendur þétt saman í því að nýta hvert einasta tækifæri til að vekja máls á mikilvægi Fjarðarheiðarganga og Axarvegar. Það er okkar skýlausa krafa að farið verði strax af stað með útboð og framkvæmdir til að efna gefin loforð við sameiningu sveitarfélagsins. Loforð sem eru sannarlega skrifleg í gildandi samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem er pólitísk og stjórnsýslulega bindandi áætlun, lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og samþykkt af Alþingi. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins og því lágmark að farið sé í þær framkvæmdir sem ítrekað hafa verið samþykktar, enda hefur ríkið tekjur af eigin framkvæmdum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknar í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Múlaþing Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er ákveðinn misskilningur að stórar framkvæmdir á borð við jarðgöng og vegagerð séu fyrst og fremst kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Það kemur til af því að slíkar framkvæmdir eru kostnaðartölur í samgönguáætlun en höfum það á hreinu samgönguáætlun fjallar ekki um tekjuhlið ríkissjóðs af eigin framkvæmdum. Ríkið græðir helling af eigin framkvæmdum. Framkvæmdir eru fjárfesting – ekki útgjöld Framkvæmdir eru fjárfestingar sem eignfærast, skapa tekjur, störf og verðmæti á framkvæmdatíma, bæði fyrir ríkið sjálft sem og fyrir samfélagið í heild. Þegar ríkið ræsir stórar samgönguframkvæmdir fer hluti fjármagnsins nær samstundis aftur í ríkiskassann. Virðisaukaskattur, tryggingagjöld, tekjuskattar, gjöld af vélum og ökutækjum, tollar og vörugjöld fyrir utan fjölmörg önnur opinber gjöld sem víða leynast. Áætla mætti að ríkið endurheimti allt frá 25-35 % af kostnaði framkvæmda þegar á framkvæmdatíma. Þá strax myndast hreyfing í efnahagslífinu, þjónusta og verslun vex á framkvæmdatíma fyrir utan þann langtíma ábata samfélagsins og ríkisins af bættum samgöngum og auknum atvinnutækifærum. Þetta er því ekki útgjöld, heldur fjárfesting sem borgar sig margfalt. Þetta gildir til dæmis um Fjarðarheiðargöng og nýjan veg um Öxi. Fyrir íbúa og fyrirtæki í Múlaþingi og á Austurlandi þýðir þetta styttri og öruggari leiðir, minni eldsneytisnotkun og lægri rekstrarkostnað. Fyrir ríkið þýðir það meiri umsvif, auknar skatttekjur og sterkari byggðir. Betri samgöngur eru sannarlega burðarás byggðafestu. Fólk er líklegra til að setjast að þar sem þjónusta og aðgengi eru tryggð, fyrirtæki sjá tækifæri í hraðari flutningum og ferðaþjónustan getur vaxið á traustari grunni. Hver króna sem fer í slíkar framkvæmdir er fjárfesting í framtíð byggðanna. Tíminn er peningar – líka fyrir ríkið Tafir í framkvæmdum kosta peninga. Fyrir hvert ár sem líður án framkvæmda tapar ríkið mögulegum tekjum og störfum. Því fyrr sem verkin verða að veruleika, því fyrr nýtist ávinningurinn fyrir þjóðarbúið. Það er kominn tími til að breyta hugsunarhætti okkar um að samgönguframkvæmdir séu eingöngu gjaldaliðir, framkvæmdir eru tekjulindir – fjárfestingar sem efla atvinnulíf, tryggja öryggi og styrkja ríkissjóð til framtíðar. Spurningin sem eftir stendur er ekki hvort við höfum efni á að ráðast í þessi verk – heldur hvort við höfum efni á að láta þau ógert. Sveitarstjórn Múlaþings stendur þétt saman í því að nýta hvert einasta tækifæri til að vekja máls á mikilvægi Fjarðarheiðarganga og Axarvegar. Það er okkar skýlausa krafa að farið verði strax af stað með útboð og framkvæmdir til að efna gefin loforð við sameiningu sveitarfélagsins. Loforð sem eru sannarlega skrifleg í gildandi samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem er pólitísk og stjórnsýslulega bindandi áætlun, lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og samþykkt af Alþingi. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins og því lágmark að farið sé í þær framkvæmdir sem ítrekað hafa verið samþykktar, enda hefur ríkið tekjur af eigin framkvæmdum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknar í Múlaþingi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun