Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2025 06:45 Ingibjörg segist sem þriggja barna móðir mögulega þola hávaða betur en aðrir en það þýði ekki að áhrifin hafi ekki áhrif. Vísir/Anton Brink Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. „Aukin veikindatíðni er einn angi í þessu þegar innivistarþættir eru ekki í lagi. En þetta er margþætt. Innivist er loftið sem við öndum að okkur, birtan sem við sjáum í, hitinn sem við finnum og hljóðin sem við vinnum í. Þetta hefur allt bein áhrif á heilsuna okkar,“ segir Ingibjörg. Hún segir alltaf hafa brunnið fyrir lýðheilsu og líðan fólks. Hún segir bæði hagstætt fyrir fyrirtæki að hafa þessa hluti í lagi en jafnframt það rétta í stöðunni að huga að heilsu starfsfólks. Ingibjörg segir til dæmis yfirlitsrannsóknir Seppänen og fleiri sýna að þegar útloftun er aukin um 10 lítra á sekúndu á hvern starfsmann megi búast við um eins til þriggja prósenta aukningu í frammistöðu í skrifstofuvinnu. Þetta hafi verið sýnt bæði í tilraunum og raunverulegum vinnuumhverfum. Minna koldíoxíð og minna af rokgjörnum efnum og búnaði þýðir minni þreyta, færri höfuðverkir og skýrari hugsun. Hafi áhrif á ákvarðanatöku og viðbragð Þá segir hún að í svokallaðri COGfx-rannsókn frá Harvard, MIT og samstarfsaðilum hafi starfsfólk verið látið vinna við mismunandi loftgæði. Í hefðbundnu skrifstofulofti skoruðu þátttakendur lægst. Í „grænum“ aðstæðum, með lægra magn rokgjarnra lífrænna efna og bætt loftflæði, var vitræn frammistaða að meðaltali 61 prósent betri. Í „Green+“ aðstæðum, með mjög góð loftgæði, mældist hún 101 prósent betri en í hefðbundnu lofti. Í þessari rannsókn var sérstaklega skoðað hvaða áhrif loftgæði höfðu á ákvarðanatöku, forgangsröðun, stefnumótun og viðbragðstíma. „Eins og rakinn getur verið vandamál, hvort sem hann er of mikill eða of lítill. Sér í lagi hérna við íslenskar aðstæður. Þó svo að landið sé rakt að utan þá verður loftið inni oft mjög þurrt á veturna. Kalt útiloft ber lítið vatn með sér og þegar það er hitað upp, án rakabætingar, þá fellur hlutfall raka mjög hratt,“ segir Ingibjörg og að þetta sé ekki tilgáta, heldur staðreynd. Þannig geti hlutfallsraki innandyra á Íslandi farið niður fyrir tuttugu prósent, sem sé mjög lágt. „Það besta er að hafa rakastigið í kringum 40 til 60 prósent,“ segir hún og að við slíkar aðstæður dragi úr loftborinni smitgetu og styðji líka varnir líkamans. „Þegar rakastigið fellur niður fyrir tuttugu prósent gerist þrennt. Það veikir slímhúð í hálsi og nefi þannig við erum móttækilegri fyrir því að pikka upp flensu, sérstaklega inflúensu og Covid, og eykur líkurnar á að veirur og bakteríur nái fótfestu,“ segir hún og að með því að halda rakastigi á réttu bili megi fækka veikindadögum um allt að 10 til 20 prósent. Fólk misnæmt fyrir raka Hún segir best að nota tæki til að mæla rakann en finni fólk fyrir þurrki í nefi og augum geti það verið vísbending um að rakastigið sé ekki gott. Fólk sé misnæmt og því sé best að nota réttu tækin til að mæla rakastigið ætli fólk að bregðast við því. „En það er ekki nóg oft að setja bara eitt rakatæki,“ segir hún og að það þurfi að huga að staðsetningu og hversu miklum raka tækið sleppir á hverjum tíma. Þannig að það sé ekki heldur að búa til of mikinn raka, því það geti líka verið slæmt. „Þá erum við komin í einhverjar aðrar gróðrastíur.“ Ingibjörg segir hitastig annað sem rannsóknir sýni að skipti verulegu máli. Rannsóknir hafi sýnt að kjörhitastig sé á bilinu 21 til 24 gráður. Þegar hitastigið hækkar þá minnki afköstin, og jafnvel verulega. „Við 30 gráður er frammistaðan um níu prósent lakari. Þá er orðið svolítið heitt.“ Ingibjörg segir alveg eðlilegt að vera þreytt eftir vinnudaginn. „En það er ekki eðlilegt að vera með þessi þyngsli og höfuðverk. Ef það er þannig þá er kannski umhverfið ekki alveg að vinna með þér og styðja við það að þú sért að ná að skila þínu besta.“ Erfiðara að sinna flóknum verkefnum í opnum rýmum Hvað varðar hljóðvist segir Ingibjörg fólk yfirleitt reyni að vinna sig í gegnum það. Séu læti geti það fært sig til að ná betri einbeitingu en mikill hávaði geti skert frammistöðu verulega. Því flóknari sem verkefnin séu sé erfiðara fyrir fólk að vera í látum og þá séu til dæmis opin vinnurými, eins og eru algeng í dag, ekki endilega besta leiðin. Fólk sé samt auðvitað misjafnt hvað þetta varðar. „Ég er með tvö lítil börn heima hjá mér þannig að ég kannski höndla hávaða aðeins betur. En þetta er samt alltaf að hafa einhver áhrif. Maður sér það ekki á þeim tíma en svo getur maður kannski séð að frammistaðan var 30 prósent verri en hún hefði verið ef ég hefði verið í næði.“ Ingibjörg telur að með því að huga að þessum hlutum geti fyrirtæki með auðveldum hætti bætt skilyrði til að auka afköst, frammistöðu og styðja við heilsu fólks. Rannsókn Boubekri og fleiri sýndi, til dæmis, að starfsfólk með aðgang að dagsbirtu sefur að meðaltali 46 mínútum lengur á nóttu, nýtur meiri náttúrulegrar birtu yfir daginn, og skoraði hærra á mælingum líðanar og lífsgæða. Þá sýndi rannsókn frá Cornell-háskóla að góð náttúruleg birta í vinnurými minnkaði augnþreytu um 51 prósent, dró úr höfuðverkjum um 63 prósent, og minnkaði tilfinningu fyrir syfju um 56 prósent. Ingibjörg segir umhverfið ekki gott ef fólk er alltaf með höfuðverk og þyngsli í lok vinnudags. Vísir/Anton Brink „Fólk sem vinnur í rýmum þar sem eru gluggar og dagsbirtan kemst inn sefur lengur á nóttunni heldur en fólk sem er í lokuðum rýmum,“ segir hún og að fólk sem vinni við meiri dagsbirtu skori hærri í mælingum um lífsgæði. „Þannig að fólk er almennt hamingjusamara.“ Ingibjörg bendir á að fyrirtæki verji mörgum milljónum í að styðja heilsu starfsfólks með styrkjum í líkamsrækt, heilsunámskeið og sálfræðiaðstoð. „En þegar kemur að umhverfinu sem við vinnum í dag eftir dag, þá gleymist stundum það einfaldasta. Loftið sem við öndum að okkur, birtan sem við sjáum í, hitinn sem við finnum og hljóðin sem við vinnum í. Miðað við árangurinn sem það hefur kostar í raun lítið að bæta þessa þætti,“ segir Ingibjörg og að atvinnurekendur ættu að líta á það sem fjárfestingu sem skili sér svo í betri líðan og skarpari ákvarðanatöku. „Í flestum skrifstofu- og þjónustufyrirtækjum fer stærstur hluti kostnaðar í fólkið sjálft. Laun og tengdur starfsmannakostnaður nema oft 80 til 90 prósent af rekstri. Því ætti það að vera augljóst að allt sem hefur áhrif á getu fólks til að vinna vel, hugsa skýrt og vera við góða heilsu skiptir meira máli en aukabúnaður, ný húsgögn eða næstu stefnumótunarskjöl,“ segir Ingibjörg. Áhrif á starfsgæði ekki fagurfræði Hún segir innivist samspil loftgæða, hitastigs, rakastigs, lýsingar og hljóðvistar. Þessir þættir séu stundum settir í flokk „aðbúnaðar“ en rannsóknir sýni að þeir snúa beint að afköstum, heilsu og fjárhag fyrirtækja. „Þetta eru mælanleg áhrif á starfsgetu, ekki aðeins fagurfræði,“ segir hún og að það borgi sig að fá faglega greiningu á húsnæði og á þeim kerfum sem eru í húsnæðinu. „Þetta er ekki flókið; það krefst bara þess að einhver með rétta þekkingu horfi heildrænt á húsnæðið, starfsfólkið og reksturinn. En kjarninn er þessi: Góð innivist er ekki munaður. Hún er ein einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að bæta rekstur, draga úr fjarvistum og auka lífsgæði starfsfólks. Fyrirtæki sem nýta þessi tækifæri eru ekki bara „góði vinnustaðurinn“ á mynd, þau eru líka skynsamari rekstraraðilar.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Loftgæði Skipulag Mygla Mannauðsmál Vinnustaðurinn Húsnæðismál Hús og heimili Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
„Aukin veikindatíðni er einn angi í þessu þegar innivistarþættir eru ekki í lagi. En þetta er margþætt. Innivist er loftið sem við öndum að okkur, birtan sem við sjáum í, hitinn sem við finnum og hljóðin sem við vinnum í. Þetta hefur allt bein áhrif á heilsuna okkar,“ segir Ingibjörg. Hún segir alltaf hafa brunnið fyrir lýðheilsu og líðan fólks. Hún segir bæði hagstætt fyrir fyrirtæki að hafa þessa hluti í lagi en jafnframt það rétta í stöðunni að huga að heilsu starfsfólks. Ingibjörg segir til dæmis yfirlitsrannsóknir Seppänen og fleiri sýna að þegar útloftun er aukin um 10 lítra á sekúndu á hvern starfsmann megi búast við um eins til þriggja prósenta aukningu í frammistöðu í skrifstofuvinnu. Þetta hafi verið sýnt bæði í tilraunum og raunverulegum vinnuumhverfum. Minna koldíoxíð og minna af rokgjörnum efnum og búnaði þýðir minni þreyta, færri höfuðverkir og skýrari hugsun. Hafi áhrif á ákvarðanatöku og viðbragð Þá segir hún að í svokallaðri COGfx-rannsókn frá Harvard, MIT og samstarfsaðilum hafi starfsfólk verið látið vinna við mismunandi loftgæði. Í hefðbundnu skrifstofulofti skoruðu þátttakendur lægst. Í „grænum“ aðstæðum, með lægra magn rokgjarnra lífrænna efna og bætt loftflæði, var vitræn frammistaða að meðaltali 61 prósent betri. Í „Green+“ aðstæðum, með mjög góð loftgæði, mældist hún 101 prósent betri en í hefðbundnu lofti. Í þessari rannsókn var sérstaklega skoðað hvaða áhrif loftgæði höfðu á ákvarðanatöku, forgangsröðun, stefnumótun og viðbragðstíma. „Eins og rakinn getur verið vandamál, hvort sem hann er of mikill eða of lítill. Sér í lagi hérna við íslenskar aðstæður. Þó svo að landið sé rakt að utan þá verður loftið inni oft mjög þurrt á veturna. Kalt útiloft ber lítið vatn með sér og þegar það er hitað upp, án rakabætingar, þá fellur hlutfall raka mjög hratt,“ segir Ingibjörg og að þetta sé ekki tilgáta, heldur staðreynd. Þannig geti hlutfallsraki innandyra á Íslandi farið niður fyrir tuttugu prósent, sem sé mjög lágt. „Það besta er að hafa rakastigið í kringum 40 til 60 prósent,“ segir hún og að við slíkar aðstæður dragi úr loftborinni smitgetu og styðji líka varnir líkamans. „Þegar rakastigið fellur niður fyrir tuttugu prósent gerist þrennt. Það veikir slímhúð í hálsi og nefi þannig við erum móttækilegri fyrir því að pikka upp flensu, sérstaklega inflúensu og Covid, og eykur líkurnar á að veirur og bakteríur nái fótfestu,“ segir hún og að með því að halda rakastigi á réttu bili megi fækka veikindadögum um allt að 10 til 20 prósent. Fólk misnæmt fyrir raka Hún segir best að nota tæki til að mæla rakann en finni fólk fyrir þurrki í nefi og augum geti það verið vísbending um að rakastigið sé ekki gott. Fólk sé misnæmt og því sé best að nota réttu tækin til að mæla rakastigið ætli fólk að bregðast við því. „En það er ekki nóg oft að setja bara eitt rakatæki,“ segir hún og að það þurfi að huga að staðsetningu og hversu miklum raka tækið sleppir á hverjum tíma. Þannig að það sé ekki heldur að búa til of mikinn raka, því það geti líka verið slæmt. „Þá erum við komin í einhverjar aðrar gróðrastíur.“ Ingibjörg segir hitastig annað sem rannsóknir sýni að skipti verulegu máli. Rannsóknir hafi sýnt að kjörhitastig sé á bilinu 21 til 24 gráður. Þegar hitastigið hækkar þá minnki afköstin, og jafnvel verulega. „Við 30 gráður er frammistaðan um níu prósent lakari. Þá er orðið svolítið heitt.“ Ingibjörg segir alveg eðlilegt að vera þreytt eftir vinnudaginn. „En það er ekki eðlilegt að vera með þessi þyngsli og höfuðverk. Ef það er þannig þá er kannski umhverfið ekki alveg að vinna með þér og styðja við það að þú sért að ná að skila þínu besta.“ Erfiðara að sinna flóknum verkefnum í opnum rýmum Hvað varðar hljóðvist segir Ingibjörg fólk yfirleitt reyni að vinna sig í gegnum það. Séu læti geti það fært sig til að ná betri einbeitingu en mikill hávaði geti skert frammistöðu verulega. Því flóknari sem verkefnin séu sé erfiðara fyrir fólk að vera í látum og þá séu til dæmis opin vinnurými, eins og eru algeng í dag, ekki endilega besta leiðin. Fólk sé samt auðvitað misjafnt hvað þetta varðar. „Ég er með tvö lítil börn heima hjá mér þannig að ég kannski höndla hávaða aðeins betur. En þetta er samt alltaf að hafa einhver áhrif. Maður sér það ekki á þeim tíma en svo getur maður kannski séð að frammistaðan var 30 prósent verri en hún hefði verið ef ég hefði verið í næði.“ Ingibjörg telur að með því að huga að þessum hlutum geti fyrirtæki með auðveldum hætti bætt skilyrði til að auka afköst, frammistöðu og styðja við heilsu fólks. Rannsókn Boubekri og fleiri sýndi, til dæmis, að starfsfólk með aðgang að dagsbirtu sefur að meðaltali 46 mínútum lengur á nóttu, nýtur meiri náttúrulegrar birtu yfir daginn, og skoraði hærra á mælingum líðanar og lífsgæða. Þá sýndi rannsókn frá Cornell-háskóla að góð náttúruleg birta í vinnurými minnkaði augnþreytu um 51 prósent, dró úr höfuðverkjum um 63 prósent, og minnkaði tilfinningu fyrir syfju um 56 prósent. Ingibjörg segir umhverfið ekki gott ef fólk er alltaf með höfuðverk og þyngsli í lok vinnudags. Vísir/Anton Brink „Fólk sem vinnur í rýmum þar sem eru gluggar og dagsbirtan kemst inn sefur lengur á nóttunni heldur en fólk sem er í lokuðum rýmum,“ segir hún og að fólk sem vinni við meiri dagsbirtu skori hærri í mælingum um lífsgæði. „Þannig að fólk er almennt hamingjusamara.“ Ingibjörg bendir á að fyrirtæki verji mörgum milljónum í að styðja heilsu starfsfólks með styrkjum í líkamsrækt, heilsunámskeið og sálfræðiaðstoð. „En þegar kemur að umhverfinu sem við vinnum í dag eftir dag, þá gleymist stundum það einfaldasta. Loftið sem við öndum að okkur, birtan sem við sjáum í, hitinn sem við finnum og hljóðin sem við vinnum í. Miðað við árangurinn sem það hefur kostar í raun lítið að bæta þessa þætti,“ segir Ingibjörg og að atvinnurekendur ættu að líta á það sem fjárfestingu sem skili sér svo í betri líðan og skarpari ákvarðanatöku. „Í flestum skrifstofu- og þjónustufyrirtækjum fer stærstur hluti kostnaðar í fólkið sjálft. Laun og tengdur starfsmannakostnaður nema oft 80 til 90 prósent af rekstri. Því ætti það að vera augljóst að allt sem hefur áhrif á getu fólks til að vinna vel, hugsa skýrt og vera við góða heilsu skiptir meira máli en aukabúnaður, ný húsgögn eða næstu stefnumótunarskjöl,“ segir Ingibjörg. Áhrif á starfsgæði ekki fagurfræði Hún segir innivist samspil loftgæða, hitastigs, rakastigs, lýsingar og hljóðvistar. Þessir þættir séu stundum settir í flokk „aðbúnaðar“ en rannsóknir sýni að þeir snúa beint að afköstum, heilsu og fjárhag fyrirtækja. „Þetta eru mælanleg áhrif á starfsgetu, ekki aðeins fagurfræði,“ segir hún og að það borgi sig að fá faglega greiningu á húsnæði og á þeim kerfum sem eru í húsnæðinu. „Þetta er ekki flókið; það krefst bara þess að einhver með rétta þekkingu horfi heildrænt á húsnæðið, starfsfólkið og reksturinn. En kjarninn er þessi: Góð innivist er ekki munaður. Hún er ein einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að bæta rekstur, draga úr fjarvistum og auka lífsgæði starfsfólks. Fyrirtæki sem nýta þessi tækifæri eru ekki bara „góði vinnustaðurinn“ á mynd, þau eru líka skynsamari rekstraraðilar.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Loftgæði Skipulag Mygla Mannauðsmál Vinnustaðurinn Húsnæðismál Hús og heimili Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira