Sport

Ómar og Gísli í aðal­hlut­verkum hjá Magdeburg í dag

Árni Jóhannsson skrifar
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi í ham fyrr á tímabilinu vísir/Getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon sáu til þess að Magdeburg yfir Flensburg á toppinn í þýska handboltanum í dag. Leikið var í Flensburg. Báðir voru með markahæstu mönnum og Gísli var að auki duglegur að finna sína menn.

Flesnbur byjraði betur í leiknum en Ómar Ingi átti virkilega flottar mínútur í upphafi þar serm þrjú af sex mörkum hans litu dagsins ljós. Hann sá til þess að munurinn yrði ekki mikill en Flensburg náði þó að búa til fjögurra marka forystu, 9-5, á 13. mínútu leiksins en Magdeburg kveikti þá á perunni og jafnaði metin í 9-9 um miðjan hálfleik.

Jafnræði var þá á með liðunum en Flensburg endaði ögn betur fyrri hálfleikinn og leiddi 17-15 í hálfleik.

Magdeburg komst yfrir á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Þeir náðu tveggja marka forskoti og létu þeir forskotið aldrei af hendi eftir það. Mennirnir frá Magdeburg keyrðu yfir Flensburg og komst munurinn mest upp í sex mörk í stöðunni 27-33 en leikurinn endaði með fjögurra marka mun 31-35.

Gísli Þorgeir fór á kostum með átta mörk og sjö stoðsendingar en Ómar Ingi kom honum næstur með sex mörk fyrir Magdeburg.

Eftir leikinn er Flensburg enn í efsta sæti en Magdeburg er að loka glugganum. Nú munar ekki nema einu stigi á liðunum en Magdeburg á leik inni. Flensburg er með 20 stig og Magdeburg 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×