Innlent

Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu

Bjarki Sigurðsson skrifar
hádegisfréttir

Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 

Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervgreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins telur stjórnvöld þurfa að endurskoða skuldbindingar sínar vegna EES-samninginn setji sambandið verndartolla á kísilmálm frá Íslandi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa barist þrotlaust gegn tollunum.

Haldið er upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki við umsjón á nýju ári. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×