Fótbolti

Reynslumiklar Valskonur kveðja

Árni Jóhannsson skrifar
Arna Sif verður ekki í herbúðum Vals lengur.
Arna Sif verður ekki í herbúðum Vals lengur. Vísir/Vilhelm

Það er augljóst að lið Vals verður í talsvert breyttri mynd næsta sumar í Bestu deild kvenna. Stjórn Vals birti í dag á samfélagsmiðlum tilkynningu um að fjórir leikmenn myndu kveðja strax í dag, ein væri með samningstilboð og ein myndi kveðja um áramótin.

Stjórni Vals byrjar tilkynninguna á því að vilja þakka þessum leikmönnum fyrir en Arna Sif Ásgrímsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Jordyn Rhodes og Natasha Anasi renna út á samningi í dag. Þá er Elísa Viðarsdóttir einnig með lausan samning en hún hefur fengið tilboð um áframhaldandi veru í liðinu. Þá mun Guðrún Elísa Björgvinsdóttir ekki fá endurnýjaðan samning en samningur hennar rennur út um áramótin næstu.

Ljóst er að miklar breytingar eru í farvatninu en leikmennirnir sem kveðja núna hafa leikið tugi og hundruði leikja og skilað titlum í hús fyrir Val. Valur hefur þá samið við leikmennina Sonju Björg Sigurðardóttir og Kimberly Dóru Hjálmarsdóttur sem koma frá Þór/KA.

Lesa má alla yfirlýsinguna frá stjórn Vals hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×