Sport

Jökull Andrés­son í FH

Árni Jóhannsson skrifar
Jökull Andrésson með hendur á boltanum.
Jökull Andrésson með hendur á boltanum. vísir/Diego

FH er byrjað að safna liði fyrir næsta tímabil í Bestu deild karla en Jökull Andrésson verður markvörður liðsins. FH birti myndband þess efnis á Twitter en Jökull semur til ársins 2028.

FH hefur löngum verið í vandræðum með markvarðarstöðuna sína undanfarin tímabil og Matthias Rosenorn lá undir gagnrýni á löngum köflum síðasta sumar. Jökull Andrésson rifti samningi sínum við Aftureldingu á dögunum en Afturelding féll úr Bestu deild karla í sumar.

Þar með var ljóst að góður biti var í boði fyrir FH sem greip tækifærið og gerði samning til 2028 við markmanninn stæðilega. Jóhannes Karl Guðjónsson, næsti þjálfari FH, mun þess vegna ekki þurfa að hafa áhyggjur af leit af markmanni þegar hann tekur til starfa hjá hafnfirska liðinu.

Af þessu tilefni birti FH myndband þar sem Jökull er boðinn velkominn til liðsins.


Tengdar fréttir

Jói Kalli hættur fjöl­skyldunnar vegna og Fannar tekur við

Jóhannes Karl Guðjónsson er á heimleið til Íslands og verður næsti þjálfari FH í Bestu deildinni. Danska knattspyrnufélagið AB hefur nú formlega tilkynnt um brotthvarf hans sem sagt er vera af fjölskylduástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×