Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Islam Makhachev fagnar sigrinum í Madison Square Garden með beltin sín tvö. Getty/Cooper Neill Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn. MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn.
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira