Handtekinn í Dölunum Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 09:04 Frá lögreglustöðinni í Búðardal. Vísir/Vilhelm Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum. Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum.
Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira