Handtekinn í Dölunum Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 09:04 Frá lögreglustöðinni í Búðardal. Vísir/Vilhelm Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum. Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum.
Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira