Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2025 21:21 Staðan klukkan 18 í kvöld í kapphlaupinu um söfnun undirskrifta til stuðnings jarðgöngum. grafík/Heiðar Aðalbjörnsson Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir. Hér má sjá ráðherrann taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga og lýsa áformum sínum: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir. Hér má sjá ráðherrann taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga og lýsa áformum sínum:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43