Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:34 Yfirgefinn leikvöllur við grunnskólann í Grindavík. Börn þaðan hafa dreifst vítt og breitt um landið í að minnsta kosti tæplega sjötíu grunnskóla. Vísir/Vilhelm Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga. Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Grindavík var rýmd í nóvember árið 2023 en fæstir íbúanna hafa snúið þangað aftur vegna viðvarandi eldgosa sem hafa orðið síðan. Fyrst eftir rýminguna var safnskóla fyrir grindvísk börn komið á fót á höfuðborgarsvæðinu. Í vor voru börn frá Grindavík skráð í að minnsta kosti 68 grunnskóla víðs vegar um landið. Fræðafólk við Háskóla Íslands notaði íslensku æskulýðsrannsóknina sem er lögð árlega fyrir nemendur í sjötta til tíunda bekk grunnskóla til þess að reyna að leggja mat á hvernig grindvískum börnum hefði vegnað eftir að þau þurftu að flýja heimabæ sinn. Spurningum var bætt við könnunina sérstaklega til þess að kanna viðhorf og líðan barna frá Grindavík. Þau mátu lífsánægju sína verri en jafnaldrar á landsvísu, veikari skólatengs og áttu í meiri vanda með skólasókn. Þetta er sagt hægt að rekja til nauðflutninganna frá Grindavík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands um rannsóknina. Grindvískar stúlur mátu lífsánægju sína og félagsleg tengsl verr en drengir þaðan. Fundu frekar fyrir depurð og kvíða en önnur börn Einnig kom í ljós að grindvísk börn sögðust frekar finna fyrir sállíkamlegum einkennum en önnur börn, þar á meðal depurð, kvíða og höfuð- og magaverkjum. Þau voru örlítið líklegri til þess að hafa neytt áfengis eða vímuefna. „Ekki er þó hægt að segja til með vissu hvort þessi áhrif starfi af flutningi í nýtt umhverfi eða því að hafa þurft að flýja heimili sín vegna hamfara,“ segir í tilkynningunni. Þessi áhrif eru sögð hafa birst óháð mati barnanna á félagslegri stöðu fjölskyldna þeirra. Það bendi til þess að góð félags- og efnahagsstaða fjölskyldu hafi ekki sterk verndandi áhrif komi til neyðarbúferlaflutninga.
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira