Körfubolti

Þrjár breytingar fyrir leikinn mikil­væga í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Anton Brink

Pekka Salninen, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem taka þátt í leik kvöldsins gegn Portúgal í undankeppni EM. 

Þrjár breytingar eru gerðar á hópnum frá tapleiknum gegn Serbíu hér heima á dögunum í fyrstu umferð undankeppninnar. Helena Rafnsdóttir (Njarðvík), Þóranna Kika Hodge-Carr (Valur) og Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík) koma inn í hópinn en þær Diljá Ögn Lárusdóttir (Stjarnan), Ísabella Ósk Sigurðardóttir (Grindavík) og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir (KR) víkja fyrir þeim.

Landsliðshópur Íslands:

2 Isabella Ósk Sigurðardóttir

3 Þóra Kristín Jónsdóttir

4 Kolbrún María Ármannsdóttir

5 Helena Rafnsdóttir

6 Þóranna Kika Hodge-Carr

10 Thelma Dís Ágústsdóttir

14 Sara Rún Hinriksdóttir

17 Rebekka Rut Steingrímsdóttir

19 Sigrún Björg Ólafsdóttir

22 Anna Ingunn Svansdóttir

24 Danielle Rodriguez

25 Ásta Júlía Grímsdóttir

Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppninni. Portúgal er ofar en Ísland á styrkleikalista FIBA en búast má við afar spennandi leik í kvöld. 

Auk Íslands og Portúgal er Serbía í G-riðli, tvö efstu lið riðilsins komast áfram í næstu umferð undankeppninnar. 

Landsleikur Portúgal og Íslands, sem fram fer fram í Pavilhão Municipal Luís de Carvalho í borginni Barreiro í Portúgal hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×