Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 11:11 Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“ Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“
Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira