Einmana feður snúa vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 06:47 Þröstur hefur boðið sjö einmana feðrum til hittings. Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. „Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira