Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 19:09 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður Valberg Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin. Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin.
Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira