Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 19:09 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður Valberg Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin. Lögreglumál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin.
Lögreglumál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira