Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2025 10:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hringir bjöllu við upphaf fundar hennar. Stjórnin hóf verndaraðgerðir fyrir evrópska járnblendiframleiðslu í dag. Vísir/EPA Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Nefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndaraðgerðir samþykkti ráðstafanir gegn innflutningi ríkja utan sambandsins á ákveðnum tegundum járnblendis sem inniheldur kísil eða mangan sem er talinn skaða evrópska framleiðendur í gær. Hvorki Ísland né Noregur, sem bæði eru stórir framleiðendur kísilmálms, fengu undanþágu frá aðgerðunum þrátt fyrir náið samstarf sitt við ESB í gegnum EES-samninginn. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sagt aðgerðirnar vonbrigði og að þær gangi gegn anda EES-samningsins. Greiða mismuninn ef verðið er undir viðmiði Aðgerðirnar felast í því að innflytjendur kísilmálms fá tiltekinn kvóta tollfrjáls innflutnings til Evrópu. Kvótinn er mismunandi eftir ríkjum og vörum. Ísland fær ársfjórðungslegan kvóta til að flytja kísilmálm tollfrjálst til Evrópu næstu þrjú árin. Kvótinn nemur á bilinu þrettán til fjórtán þúsund tonnum á ársfjórðungi. Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Sé verðið á íslenska kísilmálminum yfir 2.408 evrum á tonnið, tæplega 355 þúsund krónur á núverandi gengi, er innflutningur á honum tollfrjáls. Fari það hins vegar undir þetta verðviðmið verndaraðgerðanna þarf að greiða mismuninn á markaðsverði og viðmiðunarverðinu.* Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir viðmiðunarverðið svo hátt að litlar líkur séu á því að fyrirtækið flytji nokkru sinni kísilmálm til Evrópu umfram kvótann sem Ísland fékk úthlutað á meðan aðgerðirnar eru í gildi. EES-samningurinn leyfi öryggisráðstafanir fyrir atvinnugreinar Framkvæmdastjórnin lagði sig í lima við að tryggja að verndaraðgerðirnar samræmdust öllum gildandi fríverslunarsamningum, að sögn Olof Gill, talsmanns hennar í viðskiptamálum. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gill að EES-samningurinn taki ekki fyrir það að aðilar hans grípi til verndaraðgerða sem þessara hver gegn öðrum til þess að gæta eigin viðskiptahagsmuna. Fánar Evrópusambandsins blökta fyrir utan Berlaymontbygginguna í Brussel, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðsetur.Mynd/AP Í rökstuðningi fyrir aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar er byggt á því að 112. og 113. grein EES-samningsins heimili verndarráðstafanir sem þessar. Greinarnar tvær fjalla um öryggisráðstafanir, meðal annars vegna alvarlegra efnahagslegra erfiðleika í sérstökum atvinnugreinum. Ísland og Noregur skaði evrópska framleiðendur Vísar Gill til þess að innflutningur á járnblendi frá EES-ríkjunum nemi rúmum 47 prósentum af heildarinnflutningi sambandsins í fyrra og „hann á þátt í þeim miska sem framleiðendur sambandsins verða fyrir“. Bæði íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms seldu vörur sínar á svipuðu verði og evrópskir í fyrra og á hærra verði en framleiðendur utan álfunnar. Verksmiðja Elkem á Kristjánssandi í Noregi.Vísir/EPA Þrátt fyrir það var íslenski og norski kísilmálmurinn talinn valda samkeppnisþrýstingi á evrópska framleiðendur. Innflutningur frá EES-ríkjunum hafi þrýst niður verði og evrópskir framleiðendur hafi þannig ekki getað hækkað verð til að mæta kostnaði sínum, að því er sagði í rökstuðningi framkvæmdastjórnarinnar fyrir aðgerðunum. Evrópsku framleiðendur málmanna eru í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu og á Spáni. Kvótar og tollfrelsi á dýrari framleiðslu hygli EES-ríkjunum Gill segir að framkvæmdastjórnin hafi valið þær aðgerðir sem hefðu sem minnst rask í för með sér fyrir viðskipti við EES-ríkin. Þannig verði 75 prósent innflutnings þeirra áfram tollfrjáls þegar miðað er við umfang hans undanfarin þrjú ár. „Fyrir utan kvótana leyfir lágmarksviðmiðunarverðið viðbótarinnflutning, að því gefnu að verðið sé við eða yfir því viðmiði sem er einnig hagstætt fyrir Noreg og Ísland því að verð þeirra er almennt hærra en annarra framleiðenda,“ segir í svarinu. Í aðgerðunum er einnig kveðið á um að framkvæmdastjórnin ætli að halda ársfjórðungslega samráðsfundi með fulltrúum Noregs og Íslands um áhrif þeirra. Markmið þess samráðs er að fella aðgerðirnar gegn EES-ríkjunum úr gildi áður en gildistími þeirra rennur út árið 2028 eða draga úr umfangi þeirra. „Þessi nálgun á að styrkja stærri virðiskeðju Evrópu,“ segir Gill í svari sínu. *Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að tollur á íslenskan kísilmálm umfram kvóta sem verndaraðgerðirnar kveða á um fengju á sig 5,7 prósent toll sem ESB leggur á innfluttan kísilmálm frá þriðju ríkjum. Aðgerðirnar kveða hins vegar á um að greiddu sé mismunurinn á tilteknu viðmiðunarverði og markaðssverði málmsins. Þetta hefur verið leiðrétt. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Nefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndaraðgerðir samþykkti ráðstafanir gegn innflutningi ríkja utan sambandsins á ákveðnum tegundum járnblendis sem inniheldur kísil eða mangan sem er talinn skaða evrópska framleiðendur í gær. Hvorki Ísland né Noregur, sem bæði eru stórir framleiðendur kísilmálms, fengu undanþágu frá aðgerðunum þrátt fyrir náið samstarf sitt við ESB í gegnum EES-samninginn. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sagt aðgerðirnar vonbrigði og að þær gangi gegn anda EES-samningsins. Greiða mismuninn ef verðið er undir viðmiði Aðgerðirnar felast í því að innflytjendur kísilmálms fá tiltekinn kvóta tollfrjáls innflutnings til Evrópu. Kvótinn er mismunandi eftir ríkjum og vörum. Ísland fær ársfjórðungslegan kvóta til að flytja kísilmálm tollfrjálst til Evrópu næstu þrjú árin. Kvótinn nemur á bilinu þrettán til fjórtán þúsund tonnum á ársfjórðungi. Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Sé verðið á íslenska kísilmálminum yfir 2.408 evrum á tonnið, tæplega 355 þúsund krónur á núverandi gengi, er innflutningur á honum tollfrjáls. Fari það hins vegar undir þetta verðviðmið verndaraðgerðanna þarf að greiða mismuninn á markaðsverði og viðmiðunarverðinu.* Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir viðmiðunarverðið svo hátt að litlar líkur séu á því að fyrirtækið flytji nokkru sinni kísilmálm til Evrópu umfram kvótann sem Ísland fékk úthlutað á meðan aðgerðirnar eru í gildi. EES-samningurinn leyfi öryggisráðstafanir fyrir atvinnugreinar Framkvæmdastjórnin lagði sig í lima við að tryggja að verndaraðgerðirnar samræmdust öllum gildandi fríverslunarsamningum, að sögn Olof Gill, talsmanns hennar í viðskiptamálum. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gill að EES-samningurinn taki ekki fyrir það að aðilar hans grípi til verndaraðgerða sem þessara hver gegn öðrum til þess að gæta eigin viðskiptahagsmuna. Fánar Evrópusambandsins blökta fyrir utan Berlaymontbygginguna í Brussel, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðsetur.Mynd/AP Í rökstuðningi fyrir aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar er byggt á því að 112. og 113. grein EES-samningsins heimili verndarráðstafanir sem þessar. Greinarnar tvær fjalla um öryggisráðstafanir, meðal annars vegna alvarlegra efnahagslegra erfiðleika í sérstökum atvinnugreinum. Ísland og Noregur skaði evrópska framleiðendur Vísar Gill til þess að innflutningur á járnblendi frá EES-ríkjunum nemi rúmum 47 prósentum af heildarinnflutningi sambandsins í fyrra og „hann á þátt í þeim miska sem framleiðendur sambandsins verða fyrir“. Bæði íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms seldu vörur sínar á svipuðu verði og evrópskir í fyrra og á hærra verði en framleiðendur utan álfunnar. Verksmiðja Elkem á Kristjánssandi í Noregi.Vísir/EPA Þrátt fyrir það var íslenski og norski kísilmálmurinn talinn valda samkeppnisþrýstingi á evrópska framleiðendur. Innflutningur frá EES-ríkjunum hafi þrýst niður verði og evrópskir framleiðendur hafi þannig ekki getað hækkað verð til að mæta kostnaði sínum, að því er sagði í rökstuðningi framkvæmdastjórnarinnar fyrir aðgerðunum. Evrópsku framleiðendur málmanna eru í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Slóvakíu og á Spáni. Kvótar og tollfrelsi á dýrari framleiðslu hygli EES-ríkjunum Gill segir að framkvæmdastjórnin hafi valið þær aðgerðir sem hefðu sem minnst rask í för með sér fyrir viðskipti við EES-ríkin. Þannig verði 75 prósent innflutnings þeirra áfram tollfrjáls þegar miðað er við umfang hans undanfarin þrjú ár. „Fyrir utan kvótana leyfir lágmarksviðmiðunarverðið viðbótarinnflutning, að því gefnu að verðið sé við eða yfir því viðmiði sem er einnig hagstætt fyrir Noreg og Ísland því að verð þeirra er almennt hærra en annarra framleiðenda,“ segir í svarinu. Í aðgerðunum er einnig kveðið á um að framkvæmdastjórnin ætli að halda ársfjórðungslega samráðsfundi með fulltrúum Noregs og Íslands um áhrif þeirra. Markmið þess samráðs er að fella aðgerðirnar gegn EES-ríkjunum úr gildi áður en gildistími þeirra rennur út árið 2028 eða draga úr umfangi þeirra. „Þessi nálgun á að styrkja stærri virðiskeðju Evrópu,“ segir Gill í svari sínu. *Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að tollur á íslenskan kísilmálm umfram kvóta sem verndaraðgerðirnar kveða á um fengju á sig 5,7 prósent toll sem ESB leggur á innfluttan kísilmálm frá þriðju ríkjum. Aðgerðirnar kveða hins vegar á um að greiddu sé mismunurinn á tilteknu viðmiðunarverði og markaðssverði málmsins. Þetta hefur verið leiðrétt.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira