Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 11:32 Sebastien Migne hefur aldrei komið til Haítí af öryggisástæðum. Hann er samt þjálfari landsliðs þjóðarinnar sem er komið inn á HM. Getty/Visionhaus Haítí er komið í fyrsta sinn á heimsmeistaramót karla í meira en hálfa öld. Það gerði liðið þrátt fyrir mjög sérstaka þjálfun. Haítí tryggði sér sæti á HM næsta sumar með 2-0 sigri á Níkaragva á þriðjudag. Það ótrúlega við þetta er að franski þjálfari liðsins, Sebastien Migne, hefur enn ekki heimsótt eyjuna vegna viðvarandi ólgu. Haítí, sem neyðist til að spila leiki sína 800 kílómetra í burtu í Curaçao, lagði lokahönd á óvænta undankeppni þar sem liðið vann C-riðil fyrir ofan sigurstranglegri lið Hondúras og Kosta Ríka. Þetta verður í fyrsta sinn í 52 ár sem Haítí tekur þátt í heimsmeistaramóti, en fyrri þátttaka þeirra var á HM 1974 í Vestur-Þýskalandi. Ferðamönnum er ráðlagt að ferðast ekki til Haítí, þar sem ofbeldi og borgaraleg ólga hefur verið algeng síðan jarðskjálftinn mikli varð árið 2010. Leikmannahópurinn, undir forystu Jean-Ricner Bellegarde, miðjumanns Wolves, er eingöngu skipaður leikmönnum sem spila erlendis. Hann er fæddur í Frakklandi. „Það er ómögulegt að heimsækja landið því það er of hættulegt,“ sagði Migne við franska tímaritið France Football. „Ég bý venjulega í löndunum þar sem ég vinn, en ég get það ekki hér. Það er ekki lengur lent með millilandaflugi þar,“ sagði Migne. Landsliðið vonast til að bæta við sig framherjanum Wilson Isidor frá Sunderland, sem er í góðu formi. „Ég myndi vilja setja mér það markmið að fara á HM, það verður alltaf draumur,“ sagði Isidor við franska íþróttadagblaðið L'Equipe. „Ég hef tvo möguleika: Frakkland og Haítí. Haítí hefur þegar haft samband við mig, en ég hef ekki tekið ákvörðun enn þá. Ég einbeiti mér að félagsliðinu mínu í augnablikinu. Í franska landsliðinu þekki ég strákana, ég hef spilað með þeim og á móti þeim,“ sagði Isidor. HM 2026 í fótbolta Haítí Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Haítí tryggði sér sæti á HM næsta sumar með 2-0 sigri á Níkaragva á þriðjudag. Það ótrúlega við þetta er að franski þjálfari liðsins, Sebastien Migne, hefur enn ekki heimsótt eyjuna vegna viðvarandi ólgu. Haítí, sem neyðist til að spila leiki sína 800 kílómetra í burtu í Curaçao, lagði lokahönd á óvænta undankeppni þar sem liðið vann C-riðil fyrir ofan sigurstranglegri lið Hondúras og Kosta Ríka. Þetta verður í fyrsta sinn í 52 ár sem Haítí tekur þátt í heimsmeistaramóti, en fyrri þátttaka þeirra var á HM 1974 í Vestur-Þýskalandi. Ferðamönnum er ráðlagt að ferðast ekki til Haítí, þar sem ofbeldi og borgaraleg ólga hefur verið algeng síðan jarðskjálftinn mikli varð árið 2010. Leikmannahópurinn, undir forystu Jean-Ricner Bellegarde, miðjumanns Wolves, er eingöngu skipaður leikmönnum sem spila erlendis. Hann er fæddur í Frakklandi. „Það er ómögulegt að heimsækja landið því það er of hættulegt,“ sagði Migne við franska tímaritið France Football. „Ég bý venjulega í löndunum þar sem ég vinn, en ég get það ekki hér. Það er ekki lengur lent með millilandaflugi þar,“ sagði Migne. Landsliðið vonast til að bæta við sig framherjanum Wilson Isidor frá Sunderland, sem er í góðu formi. „Ég myndi vilja setja mér það markmið að fara á HM, það verður alltaf draumur,“ sagði Isidor við franska íþróttadagblaðið L'Equipe. „Ég hef tvo möguleika: Frakkland og Haítí. Haítí hefur þegar haft samband við mig, en ég hef ekki tekið ákvörðun enn þá. Ég einbeiti mér að félagsliðinu mínu í augnablikinu. Í franska landsliðinu þekki ég strákana, ég hef spilað með þeim og á móti þeim,“ sagði Isidor.
HM 2026 í fótbolta Haítí Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira