Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur í Kefla­vík og brunað á brautinni í Las Vegas

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Keflavík tekur á móti Álftanesi í stórleik 8. umferðar Bónus deildarinnar.
Keflavík tekur á móti Álftanesi í stórleik 8. umferðar Bónus deildarinnar. Vísir / Anton Brink

Fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan föstudaginn.

Áttundu umferð Bónus deildar karla lýkur með tveimur hörkuleikjum og sérfræðingar stöðvarinnar leggja sitt faglega mat á hlutina á Körfuboltakvöldi.

Íslendingar verða í eldlínunni í Þýskalandi og á Englandi og spennan magnast fyrir þarsíðasta kappakstur tímabilsins í Formúlu 1.

Dagskránna má finna hér fyrir neðan:

Sýn Sport Ísland

18:45 - Keflavík og Álftanes mætast í 8. umferð Bónus deildar karla í körfubolta.

21:05 - Bónus Körfuboltakvöld gerir upp 8. umferð deildarinnar. Stefán Árni Pálsson stýrir þættinum og fær vel valda sérfræðinga til að veita álit.

Sýn Sport Ísland 2

18:50 - ÍA og ÍR mætast í 8. umferð Bónus deildar karla.

Sýn Sport Viaplay

17:25 - Hertha Berlin og Eintracht Braunschweig mætast í 2. Bundesliga. Jón Dagur Þorsteinsson er leikmaður Hertha Berlin.

19:50 - Preston North End og Blackburn Rovers mætast í ensku Championship deildinni. Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen spila með Preston og Blackburn.

00:25 - Formúla 1: Las Vegas, þriðja æfing.

03:45 - Formúla 1: Las Vegas, tímataka fyrir sprettaksturinn.

Sýn Sport 4

19:00 - CME Group Tour Championship í LPGA mótaröðinni, dagur tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×