Skildi vegabréfið eftir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:41 Jóhann Páll í pontu á COP30 í Belém í Brasilíu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra. Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira