Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 07:56 Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham eru að fá nýjan leikvang en það eru þó mörg ár í það að þeir spili þar. Getty/Jack Thomas/ Íslendingaliðið Birmingham City hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár og hefur líka fengið mikla heimsathygli fyrir neðri deildarlið í Englandi eftir að NFL-goðsögnin Tom Brady kom inn í eigendahópinn. Birmingham er reyndar bara í ellefta sæti í ensku B-deildinni og tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Middlesbrough. Það er því ekki mikið til að gleðjast yfir á 150 ára afmæli félagsins nema þá kannski metnaðarfull framtíðarsýn eigendanna. Birmingham kynnti nefnilega stórglæsilegan og óvenjulegan nýjan leikvang sinn í gær. Our new stadium.A statement of intent for the City of Birmingham and the West Midlands, testament to a region that is on the rise. pic.twitter.com/m2kfIp7PeH— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Birmingham spilar núna á St Andrew's-leikvanginum sem tekur tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur en þegar tímabilið 2030/2031 hefst er áætlað að félagið spili á nýjum leikvangi í Bordesley Green sem er í austurhluta Birmingham. Formaður félagsins, Tom Wagner, kallar nýja leikvanginn „gríðarlegan áfanga“. Í kynningarmyndbandi fyrir leikvanginn sparar hann ekki stóru orðin. Í kynningarmyndbandinu komu einnig fram meðeigandi félagsins, Tom Brady, Jude Bellingham sem er uppalinn í Birmingham, og leikarinn Paul Anderson sem leikur Arthur Shelby í vinsælu þáttaröðinni Peaky Blinders. „Ég hef séð hönnunina. Þið munuð fá virkilega frábæra upplifun,“ segir Tom Brady. Leikvangurinn á að hafa þak sem hægt er að opna og völl sem hægt er breyta til að skapa pláss fyrir tónleika og aðra viðburði. Stúkurnar eru líka eins brattar og reglur leyfa, þar sem Birmingham vill skapa vegg af stuðningsmönnum. Það allra sérstakasta er þá tengt þaki leikvangsins. Tólf risastórir reykháfar verða á byggingunni sem vísar til múrsteinsverksmiðjanna sem voru á sama stað áður fyrr, en þeir styðja einnig við þakið og hýsa stiga og lyftur sem stuðla að loftræstingu. Ein af lyftunum leiðir þannig upp á hæsta bar Birmingham. „Allt of oft líta leikvangar út eins og geimskip sem hefðu getað lent hvar sem er og sem gera svæðið í kringum sig sótthreinsað. Þessi leikvangur vex upp úr sál Birmingham sjálfrar,“ segir stofnandi og hönnunarstjóri Heatherwick Studio, Thomas Heatherwick. Samkvæmt breskum fjölmiðlum mun leikvangurinn kosta 1,2 milljarða breskra punda, sem jafngildir meira en tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Með Birmingham spila íslensku leikmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. A momentous day in the Club's history. 🏟️We are proud to unveil the designs for our NEW 62,000-capacity stadium, developed by the world-renowned Heatherwick Studio and MANICA Architecture. pic.twitter.com/99dQG09ZC1— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Birmingham er reyndar bara í ellefta sæti í ensku B-deildinni og tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Middlesbrough. Það er því ekki mikið til að gleðjast yfir á 150 ára afmæli félagsins nema þá kannski metnaðarfull framtíðarsýn eigendanna. Birmingham kynnti nefnilega stórglæsilegan og óvenjulegan nýjan leikvang sinn í gær. Our new stadium.A statement of intent for the City of Birmingham and the West Midlands, testament to a region that is on the rise. pic.twitter.com/m2kfIp7PeH— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025 Birmingham spilar núna á St Andrew's-leikvanginum sem tekur tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur en þegar tímabilið 2030/2031 hefst er áætlað að félagið spili á nýjum leikvangi í Bordesley Green sem er í austurhluta Birmingham. Formaður félagsins, Tom Wagner, kallar nýja leikvanginn „gríðarlegan áfanga“. Í kynningarmyndbandi fyrir leikvanginn sparar hann ekki stóru orðin. Í kynningarmyndbandinu komu einnig fram meðeigandi félagsins, Tom Brady, Jude Bellingham sem er uppalinn í Birmingham, og leikarinn Paul Anderson sem leikur Arthur Shelby í vinsælu þáttaröðinni Peaky Blinders. „Ég hef séð hönnunina. Þið munuð fá virkilega frábæra upplifun,“ segir Tom Brady. Leikvangurinn á að hafa þak sem hægt er að opna og völl sem hægt er breyta til að skapa pláss fyrir tónleika og aðra viðburði. Stúkurnar eru líka eins brattar og reglur leyfa, þar sem Birmingham vill skapa vegg af stuðningsmönnum. Það allra sérstakasta er þá tengt þaki leikvangsins. Tólf risastórir reykháfar verða á byggingunni sem vísar til múrsteinsverksmiðjanna sem voru á sama stað áður fyrr, en þeir styðja einnig við þakið og hýsa stiga og lyftur sem stuðla að loftræstingu. Ein af lyftunum leiðir þannig upp á hæsta bar Birmingham. „Allt of oft líta leikvangar út eins og geimskip sem hefðu getað lent hvar sem er og sem gera svæðið í kringum sig sótthreinsað. Þessi leikvangur vex upp úr sál Birmingham sjálfrar,“ segir stofnandi og hönnunarstjóri Heatherwick Studio, Thomas Heatherwick. Samkvæmt breskum fjölmiðlum mun leikvangurinn kosta 1,2 milljarða breskra punda, sem jafngildir meira en tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Með Birmingham spila íslensku leikmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. A momentous day in the Club's history. 🏟️We are proud to unveil the designs for our NEW 62,000-capacity stadium, developed by the world-renowned Heatherwick Studio and MANICA Architecture. pic.twitter.com/99dQG09ZC1— Birmingham City FC (@BCFC) November 20, 2025
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira