Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2025 11:16 Arne Slot sagði frá meiðslum Conor Bradley á blaðamannafundinum í dag. Getty/Nick Potts Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni. Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“ Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Bradley verður frá keppni næstu þrjár vikurnar en Wirtz í skemmri tíma. Liverpool verður einnig án Jeremie Frimpong sem skapar mikil vandræði með stöðu hægri bakvarðar, nú þegar framundan eru sjö leikir á þremur vikum. Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Alisson ætti að geta snúið aftur í markið á morgun. Slot var svo spurður út í viðtal Andy Robertson eftir að Skotar tryggðu sig inn á HM á mánudaginn, þar sem vinstri bakvörðurinn sagðist hafa hugsað til Jota allan daginn, og hvort að honum þætti gagnrýnin á Liverpool ósanngjörn eftir áfallið í sumar. „Það verður alltaf þannig að gagnrýnin er stundum sanngjörn og stundum ósanngjörn. Ég sá viðtalið í beinni og ég veit að þetta er ákveðið mál fyrir okkur, sem er algjörlega eðlilegt. En svo hugsar maður líka og finnur svo mikið til með konu hans og börnum því þetta er svo, svo mikið erfiðara fyrir þau en fyrir okkur,“ sagði Slot en blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Klippa: Arne Slot á blaðamannafundi „Það er alveg á hreinu að við söknum leikmannsins og manneskjunnar,“ hélt Slot áfram. „Það er kannski til að undirstrika það að við erum núna að mæta Nottingham Forest og á síðustu leiktíð vorum við 1-0 undir gegn Forest en það tók hann [Jota] bara eina mínútu að skora og jafna metin. Þarna er ég að tala um leikmanninn, sem við söknum svo sannarlega. Okkur hefur ekki tekist eins oft á þessari leiktíð að koma til baka eftir að hafa lent undir. Hann átti algjörlega sinn þátt í þessu á síðustu leiktíð. En við söknum hans auðvitað líka sem manneskju. Ég vil samt undirstrika að kona hans og börn sakna hans mun meira og foreldrar hans einnig,“ sagði Slot. Spurður frekar út i það hvernig sé að takast á við missinn af Jota sagði Slot: „Það er gott fyrir okkur að minnast hans stöðugt sem leikmannsins og manneskjunnar sem hann var. En það er ómögulegt að meta hver áhrifin eru á leikmennina og úrslitin. Það síðasta sem ég myndi gera er að nota þetta sem afsökun, einfaldlega því ég veit ekki áhrifin. Ég veit að við söknum hans sem leikmanns, og sem manneskju en ég veit ekki hvaða áhrif það hefur á frammistöðu okkar og úrslit. Við munum aldrei nota það sem afsökun.“
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira