Innlent

Sveinn Óskar leiðir listann á­fram

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinn Óskar Sigurðsson.
Sveinn Óskar Sigurðsson. Miðflokkurinn

Svein Óskar Sigurðsson, núverandi oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ, mun leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni þar sem segir að jafnframt verði óskað eftir því að Sveinn Óskar leiði einnig vinnu við að fá fólk á lista flokksins í Mosfellsbæ ásamt uppstillingarnefnd.

Fram kemur að uppstillingarnefnd Miðflokksdeildarinnar í Mosfellsbæ hafi farið þess á leit við Sveinn Óskar að leiða listann og var hann kallaður á fund nefndarinnar eftir ákvörðunina á fundi fyrr í vikunni. Var honum falið oddvitasætið og verkefnið fram undan sem hann þáði. 

„Við er skipum uppstillingarnefnd þökkum Sveini Óskari Sigurðssyni fyrir og hlökkum til þess að starfa með honum á næstu vikum við að mynda sterkan lista fyrir kosningabaráttuna fram undan,“ segir í tilkynningunni. 

Miðflokkurinn hlaut 4,9 prósent fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 2022 og engan mann kjörinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×