Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 15:05 Katrín Halldóra Sigurðardóttir gengur á bak orða sinna og heldur til eyjunnar fögru í vetur. Vísir/Vilhelm Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum. Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær. Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Bakaríið Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira
Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær.
Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Bakaríið Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Sjá meira