„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 10:00 Helgi Hjörvar fyrrverandi þingmaður varð sér úti um gervigreindarsólgleraugu fyrir tveimur vikum. Vísir/Ívar Fannar Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“ Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“
Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira