Enski boltinn

Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen raðaði inn mörkum með Liverpool þegar hann var ungur og var betri en Lionel Messi að mati Wayne Rooney.
Michael Owen raðaði inn mörkum með Liverpool þegar hann var ungur og var betri en Lionel Messi að mati Wayne Rooney. Getty/Mark Leech/Luis Bagu

Hver er besti táningurinn í sögu heimsfótboltans? Einn af þeim sem sló í gegn sem táningur hefur sagt sína skoðun á því.

Wayne Rooney var ekki mjög gamall þegar hann sló fyrst í gegn hjá Everton og varð svo að stórstjörnu hjá Manchester United.

Rooney var beðinn að finna út hver væri besti táningur sögunnar og þurfti þar að velja á milli átta manna með útsláttarfyrirkomulagi.

Rooney valdi frekar Neymar en sjálfan sig og valdi Kylian Mbappé frekar en Cristiano Ronaldo.

Það val sem kom kannski flestum á óvart var að hann valdi Michael Owen frekar en Lionel Messi.

Messi sló snemma í gegn hjá Barcelona en varð ekki að súperstjörnu fyrr en Pep Guardiola fann bestu stöðuna fyrir hann. Þá var Messi kominn yfir tvítugt. Hann var vissulega mjög góður sem táningur en ekki nógu góður að mati Rooney.

Rooney man aftur á móti vel eftir táningingnum Michael Owen sem raðaði inn mörkum fyrir Liverpool og enska landsliðið.

Owen er sá táningur sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann var með 40 mörk og 15 stoðsendingar í 79 leikjum áður en hann hélt upp á tvítugsafmælið.

Rooney var sjálfur með 39 mörk og 13 stoðsendingar í 105 leikjum sem táningur.

Hér fyrir neðan má sjá val Rooney og hver endaði uppi, að hans mati, sem besti táningur heimsfótboltans. Það val kemur eflaust fáum á óvart sem upplifðu það þegar brasilíski Ronaldo var besti leikmaður heims og fékk nafnið El Fenómeno.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×