Körfubolti

Martin stiga­hæstur í sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson er algjör lykilmaður hjá Alba Berlín.
Martin Hermannsson er algjör lykilmaður hjá Alba Berlín. Getty/Jan-Philipp Burmann

Martin Hermannsson var stigahæsti leikmaður Alba Berlin er liðið vann sterkan fjögurra stiga útisigur gegn Chemnitz í þýsku deildinni í körfubolta í kvöld.

Martin og félagar lentu ú basli í upphafi leiks og voru níu stigum undir að loknum fyrsta leikhluta. 

Liðið saxaði þó á forskot heimamanna fyrir hlé og staðan í hálfleik var 48-44.

Jafnt var á öllum tölum í þriðja leikhluta, en í þeim fjórða sigu Martin og félagar fram úr og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 85-89.

Martin var stigahæsti leikmaður gestanna með 18 stig fyrir Alba Berlin sem nú situr í 4.-7. sæti með tíu stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×