Körfubolti

Kefla­vík keyrði yfir KR í seinni hálf­leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur. Vísir/Diego

Keflavík vann öruggan 23 stiga sigur er liðið tók á móti KR í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 86-63.

KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta.

Keflavíkurkonur tóku þór forystuna í öðrum leikhluta og voru með eins stigs forskot í hálfleik, staðan 37-36.

Í þriðja leikhluta keyrði Keflavíkurliðið hins vegar yfir KR-inga og skoraði 28 stig gegn aðeins níu stigum gestanna.

Eftir það var sigur Keflvíkinga nokkuð öruggur og liðið vann að lokum 23 stiga sigur, 86-63.

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 24 stig, en í liði KR var Molly Kaiser atkvæðamest með 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×