Enski boltinn

Gáfu sumarkaupum Liverpool ein­kunn: Aron tvistaði Isak

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aroni Jóhannssyni hefur fundist lítið til frammistöðu Alexanders Isak með Liverpool koma.
Aroni Jóhannssyni hefur fundist lítið til frammistöðu Alexanders Isak með Liverpool koma. sýn sport

Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær.

Eftir að hafa orðið Englandsmeistari síðasta vor fór Liverpool mikinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Það hefur ekki skilað sér inni á vellinum en Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum og er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal.

Aron reið á vaðið í einkunnagjöfinni og sýndi dýrasta leikmanni sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, enga miskunn.

„Maður verður bara að vera heiðarlegur. Ég held að þetta sé bara tvisturinn,“ sagði Aron. Ólafur var ekki alveg jafn grimmur og gaf Isak fjóra í einkunn.

Klippa: Messan - sumarkaup Liverpool fá einkunn

Báðir voru þeir Aron og Ólafur hrifnastir af Hugo Ekitike af þeim leikmönnum sem Liverpool keypti í sumar. Ólafur gaf honum níu í einkunn en Aron sjö.

Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool ákvað að byrja með Alexander Isak, dýrasta leikmann í sögu félagsins, í leiknum á móti Nottingham Forest á Anfield í gær en það er óhætt að segja að það hafi sprungið í andlitið á honum. Þessi tilraun átti að blása lífi í liðið hans Slot sem hefur átt í erfiðleikum með að koma ferli framherjans á Anfield loksins af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×