Tíska og hönnun

Stans­laust stuð í sokkapartýi ársins

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
DJ Sóley Bjarna þeytti skífum í partýi hjá Amnesty.
DJ Sóley Bjarna þeytti skífum í partýi hjá Amnesty. Aðsend

Það var líf og fjör í árlegt sokkapartý Íslandsdeildar Amnesty International sem var haldið í versluninni Andrá Reykjavík á dögunum. Síðastliðin ár hafa sokkarnir notið vinsælda og eru þeir orðnir að reglubundinni fjáröflun samtakanna.

Margt var um manninn og eflaust einhverjir sem tóku forskot á sæluna og ætla að setja sokkana í jólapakkann. Skilaboð sokkanna eru skýr. 

„Í ár langaði okkur til að sokkarnir töluðu til fólks sem hvatning til að nýta tjáningarfrelsið sitt og styðja við mannréttindabaráttuna. Við sjáum þar bakslag og ekki síður á Vesturlöndum. 

Við vildum að sokkarnir væru áminning um að hvert og eitt okkar getur haft áhrif ef við nýtum rödd okkar,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Sokk­arnir eru fram­leiddir í verk­smiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf­bærni í fram­leiðslu­ferlinu. 

„Bómullin er form­lega vottuð af „Cotton Made in Africa“ sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum.“

Hönnuður sokkanna í ár er Alex­ander Le Sage De Fontenay. Hér má sjá nánari upplýsingar um sölu á sokkunum og hér má sjá vel valdar myndir frá teitinu:

Skilaboðin eru Hafðu áhrif! Aðsend
Skvísur sáttar með sokkana. Aðsend
Gestir voru í góðum gír.Aðsend
Skál í sokka!Aðsend
Steinunn og Eva Katrín eigendur Andrá Reykjavík. Aðsend
Eva Einars hjá Amnesty í mjög góðum félagsskap.Aðsend
Forsvarsmenn Amnesty International voru í skýjunum með viðburðinn.Aðsend
Glæsilegar skvísur!Aðsend
Bros og sokkar!Aðsend
Skvísur fyrir mannréttindi!Aðsend
Skál og sokkar!Aðsend
Gestir nutu ljúfra tóna og festu kaup á sokkum.Aðsend
DJ Sóley var í mega fíling.Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.