Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2025 10:40 Fyrirhugaður gangamunni Fjarðarheiðarganga Egilsstaðamegin. Þar mun hann tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. „Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga: Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
„Vegna yfirlýsinga um að ný samgönguáætlun sé í burðarliðnum þótti tryggara að senda inn stöðuna eins og hún er núna,“ segir Seyðfirðingurinn Lárus Bjarnason, forsvarsmaður undirskriftasöfnunar vegna Fjarðarheiðarganga, í færslu á facebook. Þar tekur hann fram að söfnun undirskrifta haldi áfram á Ísland.is. Það sama gildir um söfnun undirskrifta til stuðnings Fjarðagöngum. Lárus kveðst hafa sent undirskriftalistana á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra, Braga Þór Thoroddsen, formann samgönguráðs, og Guðbrand Einarsson, formann umhverfis - og samgöngunefndar Alþingis. Tenging Fjarðarheiðarganga eins og hún er hugsuð Egilsstaðamegin við Eyvindará. Fjær sést hvar þjóðvegurinn liggur um Fagradal. Þar vinstra megin liggur leiðin í átt að Mjóafjarðarheiði.Vegagerðin/Mannvit „Alls hafa 2.729 einstaklingar lýst yfir stuðningi við áframhaldandi forgang og framkvæmd Fjarðarheiðarganga eins og gildandi Samgönguáætlun gerir ráð fyrir,“ segir Lárus í bréfi sem hann lætur fylgja. „Stuðningurinn kemur víða að af landinu. Ljóst er að stór hópur undirskrifta er frá Múlaþingi, allmargar frá Fjarðabyggð og fjöldi víðs vegar að af landinu, sem sýnir breiða þátttöku án þess að rekja málið niður á einstök sveitarfélög eða nánari persónuupplýsingar. Þessi heildarmynd er talandi um að málefnið á hljómgrunn langt út fyrir heimabyggð,“ segir ennfremur í bréfinu sem Lárus ritar undir sem ábyrgðaraðili undirskriftalista. Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Þar má sjá fjölda undirskrifta í rauntíma. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Í frétt Sýnar í síðustu viku var fjallað um undirskriftakeppnina: Hér má sjá innviðaráðherra taka við undirskriftum vegna Fjarðaganga:
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43