Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 12:51 Á öryggissvæðinu í Keflavík er meðal annars aðstaða til þjónustu við bandalagsríki NATO og til æfinga. Vísir/Arnar Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði. Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði.
Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira