Telja sig með alla ræningjana í haldi Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 14:34 Frá Louvre í París. Safnið er gríðarlega vinsælt og hýsir fjölmarga merkilega og verðmæta muni. AP/Thomas Padilla Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið fjóra til viðbótar vegna gruns um að viðkomandi hafi tekið þátt í eða komið að ráninu í Louvre-safninu í október. Lögregluþjónar telja sig nú hafa komið böndum yfir alla mennina fjóra sem tóku þátt í ráninu auk annarra fjögurra sem aðstoðuðu þá. Fjórir ræningjar mættu fyrir utan safnið heimsfræga um klukkan 9:30 að morgni sunnudagsins 19. október, skömmu eftir að safnið opnaði, og notuðu stigabíl til að komast að tiltölulega óvörðum glugga á safninu. Gluggann brutu þeir og hlupu inn með verkfæri sem þeir notuðu til að ógna óvopnuðum öryggisvörðum sem flúðu. Mennirnir notuðu verkfærin því næst til að opna sýningarbása og ræna munum. Á innan við fjórum mínútum voru þeir komnir aftur út og flúðu á vespum sem biðu þeirra en þeir komust undan með gífurlega verðmæt krúnudjásn og skartgripi. Fjórir höfðu verið handteknir vegna ránsins í lok síðasta mánaðar og er nú búið að handtaka fjóra til viðbótar. Tveir menn, 38 og 39 ára, voru handteknir í morgun og tvær konur, 31 og 40 ára. Öll eru þau sögð frá Parísarsvæðinu en áður voru þrír menn og ein kona í haldi. Í frétt Le Parisien segir að annar mannanna sem handtekinn var í morgun sé talinn vera síðastur mannanna fjögurra sem tóku beinan þátt í ráninu. Leit að krúnudjásnunum stendur enn yfir og er enn verið að reyna að bera kennsl á þann eða þá sem gætu hafa skipulagt ránið. Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Tengdar fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38 „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03 Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26 Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fjórir ræningjar mættu fyrir utan safnið heimsfræga um klukkan 9:30 að morgni sunnudagsins 19. október, skömmu eftir að safnið opnaði, og notuðu stigabíl til að komast að tiltölulega óvörðum glugga á safninu. Gluggann brutu þeir og hlupu inn með verkfæri sem þeir notuðu til að ógna óvopnuðum öryggisvörðum sem flúðu. Mennirnir notuðu verkfærin því næst til að opna sýningarbása og ræna munum. Á innan við fjórum mínútum voru þeir komnir aftur út og flúðu á vespum sem biðu þeirra en þeir komust undan með gífurlega verðmæt krúnudjásn og skartgripi. Fjórir höfðu verið handteknir vegna ránsins í lok síðasta mánaðar og er nú búið að handtaka fjóra til viðbótar. Tveir menn, 38 og 39 ára, voru handteknir í morgun og tvær konur, 31 og 40 ára. Öll eru þau sögð frá Parísarsvæðinu en áður voru þrír menn og ein kona í haldi. Í frétt Le Parisien segir að annar mannanna sem handtekinn var í morgun sé talinn vera síðastur mannanna fjögurra sem tóku beinan þátt í ráninu. Leit að krúnudjásnunum stendur enn yfir og er enn verið að reyna að bera kennsl á þann eða þá sem gætu hafa skipulagt ránið.
Frakkland Erlend sakamál Skartgripum stolið á Louvre Tengdar fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38 „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03 Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26 Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. 6. nóvember 2025 21:38
„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. 6. nóvember 2025 21:03
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. 1. nóvember 2025 15:26
Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina vegna ránsins í Lovure hafa játað, að hluta til, að hafa komið að ráninu. Tveir menn ganga enn lausir og krúnudjásnin og aðrir verðmætir munir sem þeir stálu af safninu hafa ekki fundist enn. 29. október 2025 16:50