Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:31 Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Lestraráhugi barna og unglinga hefur dvínað á undanförnum árum og færri en áður lesa sér til ánægju. Þetta kemur m.a. fram í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Þegar áhuginn minnkar þarf skólinn að bregðast við með markvissum hætti - með aðgengi að lesefni sem grípur börn og kveikir áhuga á lestri, sama hvar þau standa námslega, og með sterku faglegu starfi á skólabókasöfnum. Á þessu ári var gert ráð fyrir 3 milljónum króna í fjárhagsáætlun til að kaupa bækur inn á skólabókasöfn Kópavogs fyrir um 5.000 grunnskólanemendur. Það eru 600 krónur á hvert barn, upphæð sem samsvarar um einni barnabók á hver tíu börn. Í fjárhagsáætlun 2026 hækka framlög til bókakaupa úr 3 milljónum í 4,5 milljónir króna, sem gerir um 300 króna aukningu á hvert barn. Sú aukning dugar aðeins fyrir einni bók aukalega á hver fimmtán börn. Þetta er gert til að fylgja eftir þeim umbótum á menntakerfi bæjarins sem núverandi meirihluti kynnti nýlega. Fyrsta tillagan í Framtíðin í fyrsta sæti er að efla lestrarkennslu með læsisáætlun, þar sem skólabókasöfn eiga að verða burðarstoð í starfinu. Það gefur auga leið að ómögulegt er að byggja upp ríkan safnkost sem hentar fjölbreyttum hópi nemenda með þessari upphæð. Í heild áætlar bærinn að ráðstafa um 0,007% af heildarútgjöldum sínum í bókakaup fyrir skólabókasöfn bæjarins. Á kjörtímabilinu eru dæmi um að skólabókasöfn í Kópavogi hafi þurft að starfa án fullnægjandi húsnæðis, jafnvel út á gangi, og sum hafi auglýst eftir gefins bókum frá íbúum til að bregðast við þörf nemenda. Það sýnir hversu langt frá því raunverulegir innviðir eru að styðja við þær væntingar sem bærinn setur fram. Enginn veitir barni faglega aðstoð frammi á gangi. Íslensk börn mælast undir meðaltali í lesskilningi og árangurinn hefur versnað yfir tíma. Þetta er ekki vandamál eins hóps heldur áskorun sem blasir við í öllu skólakerfinu og samfélaginu í heild. Skólabókasöfn sem ekki hafa bolmagn til að endurnýja safnkostinn reglulega eða viðunandi húsnæði geta einfaldlega ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað þegar kemur að eflingu læsis. Kópavogur hefur alla burði til að gera betur í þessum málaflokki. En það gerist ekki með 300 krónum aukalega á hvert barn. Það gerist með fjárfestingu og stuðningi sem gerir skólabókasöfnum kleift að ná til allra barna og styðja þau á þeirra eigin forsendum. Það þarf að byggja upp samræmdan stuðning innan Bókasafns Kópavogs, til dæmis með sérhæfðu teymi sem gæti veitt ráðgjöf um innkaup, stutt faglega við skólabókasöfn og jafnvel boðið foreldrum fræðslu um heimalestur. Slík nálgun hefur reynst vel víða á Norðurlöndum, þar sem markmiðið er að tryggja samfellu í lestrarumhverfi barna frá leikskóla og áfram upp grunnskólann. Ef Kópavogur ætlar sér að efla læsi þarf bærinn að fjárfesta í skólabókasöfnum af alvöru. Það þýðir að hækka framlög í takt við raunverulegar þarfir og í samræmi við þá ábyrgð sem bærinn setur fram í eigin stefnum. Að öðrum kosti verða yfirlýsingar um umbætur aðeins orð á blaði. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun