Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 21:00 Arne Slot þarf að finna lausnir á slæmu gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Sigur gegn PSV á morgun kæmi liðinu hins vegar í mjög góð mál í Meistaradeild Evrópu. Getty/Molly Darlington Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira