Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:15 Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira