Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2025 11:40 Baldvin Már Kristjánsson er verjandi lögmannsins sem sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“ Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“
Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56