Íslenski boltinn

Atli kveður KR og flytur norður

Valur Páll Eiríksson skrifar
Atli er fluttur á Akureyri og líklega á leið til Þórs.
Atli er fluttur á Akureyri og líklega á leið til Þórs. vísir / jón gautur

Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið KR eftir tólf leiktíðir hjá félaginu. Allar líkur eru á því að hann semji við uppeldisfélag sitt, Þór á Akureyri.

Atli er 34 ára gamall en hann samdi við KR fyrir sumarið 2012 og lék með því í þrjú sumur áður en hann skipti til Breiðabliks. Eftir þrjú sumur með Blikum fór hann aftur vestur í bæ og hefur verið það óslitið frá vorinu 2016, að stuttum lánssamningi til Þórs sumarið 2017 undanskildum.

KR-ingar greina frá því á samfélagsmiðlum að Atli hafi yfirgefið félagið og sé fluttur í heimabæinn Akureyri. Allar líkur eru á því að hann semji við uppeldisfélag sitt Þór, sem vann Lengjudeildina síðasta sumar og leikur því meðal þeirra bestu í sumar.

Atli var hluti af Íslandsmeistaraliðum KR sumrin 2013 og 2019 og lék 340 leiki fyrir Vesturbæjarliðið.

Atli spilaði 17 leiki fyrir KR í sumar en komst ekki á blað með liðinu sem rétt hélt sér uppi í Bestu deildinni eftir sigur á Vestra á Ísafirði í úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×