50+: Það má segja Nei við barnapössun Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Allt er gott í hófi á líka við um það hversu oft eða mikið amma og afi eru tilbúin til að segja Já við barnapössun. Því stundum eru þau komin í nánast ólaunað starfsfhlutfall við að passa og kunna ekki við að segja Nei. Að segja Nei við barnapössun er samt fullkomlega í lagi. Vísir/Getty Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun. Að segja Nei hefur nefnilega ekkert um það að segja hvort fólk elski ekki að vera með barnabörnin sín.Að segja Nei getur hins vegar sagt mikið til um það hvernig fólk nær að elska að vera amma og afi frekar en að upplifa sig sem barnfóstrur.Ótrúlega mörg viðtöl hafa líka verið birt í miðlum ytra þar sem rætt er við fólk sem fékk sig fullsatt við að vera alltaf að passa. Eða að vera tekin fyrir sjálfgefnar barnapíur. Því auðvitað er það ekki á ábyrgð ömmu og afa að sjá til þess, hvernig leyst er úr dagvistunarmálum eða öðrum gæslumálum. Og hvað ætli þetta sé að segja okkur? Jú, einfaldlega það að fyrst það er svona mikið búið að skrifa um þessi mál, er það vísbending um að það er stór hópur þarna úti af ömmum og öfum sem finnst of mikið ætlast til þess að sem ömmur og afar segi þau alltaf Já við barnapössun. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð um það hvernig fólk getur komið í veg fyrir að sú staða komi upp að það að vera með barnabörnin í pössun sé orðið að kvöð frekar en gleði. Vefsíðan Kidsit sérhæfir sig í alls kyns efni tengt barnapössun. Þar á meðal barnabarnapössun ömmu og afa og því hversu mikilvægt það er að amma og afi setji sín mörk. Því já; það er í góðu lagi að segja Nei við barnapössun. Og það sem meira er; ömmur og afar þurfa ekki að afsaka það. Að vilja rækta sitt eigið sjálfstæða líf er eðlileg þörf og krafa. Ekki síst þegar börnin eru flogin að heiman og loks ráðrúm til að njóta lífsins til hins ítrasta. Verkefnið snýst því um að setja mörk. Og standa við mörkin. Því það að setja mörk en gefa síðan eftir, gerir okkur óánægð og brátt virðumst við líka hálf ómarktækt í málefninu. Að segja Nei getur hins vegar verið erfitt fyrir suma. Og auðvitað hljómar það frekar kuldalega ef við einfaldlega segjum Nei án skýringa. Ekki síst ef börnin okkar eru vön því að við segjum bara Já (og andvörpum síðan innra með okkur). Það getur því verið gott að æfa sig í eða velja nokkur svör sem þér finnst best henta. Allt frá því að segja: Nei, ég er ekki laus þá, yfir í að ákveða fyrirfram hvaða viðmið þú vilt hafa og vinna síðan út frá því. Dæmi: Ef þig langar að miða við að passa tvisvar í mánuði, samanlagt, þá getur það verið þitt viðmið. Best er að láta vita af því viðmiði og skýra út að þið viljið einfaldlega setja viðmiðunarmörk á pössunina. Ykkar tími er líka auðlind. Ef regluleg pössun er löngu orðin að venju er gott að útfæra samkomulag um hvernig barnapössunin verður hér eftir. Til dæmis að ákveða einhverja daga og tíma. Ræða þá fyrirfram hvort það er verið að tala um að sækja og skutla, passa yfir nótt og svo framvegis. En sumum finnst óskaplega erfitt að segja Nei og setja mörk. Sérstaklega þegar kemur að barnabörnunum. Samviskubitið getur verið fljótt að tikka inn. Ein leið til að hjálpa okkur af stað er að svara: Ég læt þig vita á morgun. Sem þýðir að við leyfum okkur að sofa á því hvernig við ætlum að svara hvort við getum passað eða ekki. Mestu skiptir að segja ekki Já þegar okkur langar að segja Nei. Því það á endanum gerir það að verkum að ánægjan sem á að upplifast af því að vera með barnabörnunum okkar þverrar eða hverfur. Enn ein leiðin er að ræða við fjölskylduráðgjafa eða annan fagaðila. Því það getur heilmikil hjálp verið fólgin í því að fá þriðja aðila til að leiða okkur í gegnum það hvernig við setjum okkur mörk og stöndum við þau. Tengdar fréttir 50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Að segja Nei hefur nefnilega ekkert um það að segja hvort fólk elski ekki að vera með barnabörnin sín.Að segja Nei getur hins vegar sagt mikið til um það hvernig fólk nær að elska að vera amma og afi frekar en að upplifa sig sem barnfóstrur.Ótrúlega mörg viðtöl hafa líka verið birt í miðlum ytra þar sem rætt er við fólk sem fékk sig fullsatt við að vera alltaf að passa. Eða að vera tekin fyrir sjálfgefnar barnapíur. Því auðvitað er það ekki á ábyrgð ömmu og afa að sjá til þess, hvernig leyst er úr dagvistunarmálum eða öðrum gæslumálum. Og hvað ætli þetta sé að segja okkur? Jú, einfaldlega það að fyrst það er svona mikið búið að skrifa um þessi mál, er það vísbending um að það er stór hópur þarna úti af ömmum og öfum sem finnst of mikið ætlast til þess að sem ömmur og afar segi þau alltaf Já við barnapössun. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð um það hvernig fólk getur komið í veg fyrir að sú staða komi upp að það að vera með barnabörnin í pössun sé orðið að kvöð frekar en gleði. Vefsíðan Kidsit sérhæfir sig í alls kyns efni tengt barnapössun. Þar á meðal barnabarnapössun ömmu og afa og því hversu mikilvægt það er að amma og afi setji sín mörk. Því já; það er í góðu lagi að segja Nei við barnapössun. Og það sem meira er; ömmur og afar þurfa ekki að afsaka það. Að vilja rækta sitt eigið sjálfstæða líf er eðlileg þörf og krafa. Ekki síst þegar börnin eru flogin að heiman og loks ráðrúm til að njóta lífsins til hins ítrasta. Verkefnið snýst því um að setja mörk. Og standa við mörkin. Því það að setja mörk en gefa síðan eftir, gerir okkur óánægð og brátt virðumst við líka hálf ómarktækt í málefninu. Að segja Nei getur hins vegar verið erfitt fyrir suma. Og auðvitað hljómar það frekar kuldalega ef við einfaldlega segjum Nei án skýringa. Ekki síst ef börnin okkar eru vön því að við segjum bara Já (og andvörpum síðan innra með okkur). Það getur því verið gott að æfa sig í eða velja nokkur svör sem þér finnst best henta. Allt frá því að segja: Nei, ég er ekki laus þá, yfir í að ákveða fyrirfram hvaða viðmið þú vilt hafa og vinna síðan út frá því. Dæmi: Ef þig langar að miða við að passa tvisvar í mánuði, samanlagt, þá getur það verið þitt viðmið. Best er að láta vita af því viðmiði og skýra út að þið viljið einfaldlega setja viðmiðunarmörk á pössunina. Ykkar tími er líka auðlind. Ef regluleg pössun er löngu orðin að venju er gott að útfæra samkomulag um hvernig barnapössunin verður hér eftir. Til dæmis að ákveða einhverja daga og tíma. Ræða þá fyrirfram hvort það er verið að tala um að sækja og skutla, passa yfir nótt og svo framvegis. En sumum finnst óskaplega erfitt að segja Nei og setja mörk. Sérstaklega þegar kemur að barnabörnunum. Samviskubitið getur verið fljótt að tikka inn. Ein leið til að hjálpa okkur af stað er að svara: Ég læt þig vita á morgun. Sem þýðir að við leyfum okkur að sofa á því hvernig við ætlum að svara hvort við getum passað eða ekki. Mestu skiptir að segja ekki Já þegar okkur langar að segja Nei. Því það á endanum gerir það að verkum að ánægjan sem á að upplifast af því að vera með barnabörnunum okkar þverrar eða hverfur. Enn ein leiðin er að ræða við fjölskylduráðgjafa eða annan fagaðila. Því það getur heilmikil hjálp verið fólgin í því að fá þriðja aðila til að leiða okkur í gegnum það hvernig við setjum okkur mörk og stöndum við þau.
Tengdar fréttir 50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
50+: Framhjáhöldum fjölgar Ýmsar vísbendingar eru um að fólk sem er fimmtugt eða eldra, haldi framhjá oftar eða í meira mæli en áður. 10. nóvember 2025 07:00
50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Munu þau hætta saman? Er hún/hann með einhverja stefnu um hvað hann/hún vil gera? Mun hann/hún einhvern tíma flytja aftur heim? 19. september 2025 07:02
50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Það dreymir flestum um að eiga langa og hamingjuríka ævi og eftir því sem við eldumst, verðum við betur meðvituð um hversu miklu máli það skiptir að halda heilsunni. 20. ágúst 2025 07:02
50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. 13. ágúst 2025 07:01
50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02