Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2025 11:03 Viktor Bjarki Daðason er að slá í gegn hjá FC Kaupmannahöfn. Samlandi hans, nú landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, hefur verið í þeirri stöðu hjá sama liði. Vísir/Samsett Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að slæm reynsla hans af aðkasti sem Orri Steinn Óskarsson fékk á sínum tíma, er hann tók sín fyrstu skref sem ungur leikmaður með liðinu, spili inn í það hversu varfærnislega hann hafi spilað hinum unga Viktori Bjarka Daðasyni sem hefur undanfarið slegið í gegn með FCK. Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira