Erum á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem mun umbreyta Grænlandi
„Við erum núna stödd á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem á eftir að umbreyta Grænlandi á komandi áratug,“ fullyrti forstjóri fjárfestingarfélagsins PT Capital á fjölmennri ráðstefnu um viðskiptatækifæri á Norðurslóðum, en nú þegar er búið að ráðast í verulegar fjárfestingar í flugvöllum sem gæti fjölgað flugfarþegum til landsins upp í meira en 400 þúsund. Til að mæta vaxandi eftirspurn ferðamanna er hins vegar þörf á hóteluppbyggingu fyrir mögulega jafnvirði hundrað milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir
Telur norðurslóðir eiga eftir að verða eitt mikilvægasta efnahagssvæði veraldar
Vegna landfræðilegrar legu og öflugra innviða er Ísland í kjörstöðu til að nýta sér þau tækifæri sem við blasa í þróun efnahagsuppbyggingar á norðurslóðum, útskýrði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu í London fyrr í þessum mánuði, sem hann telur að sé óðum að verða eitt af mikilvægustu efnahagssvæðum heimsins. Forstjóri Stoða brýndi fyrir erlendum fjárfestum mikilvægi þess að finna „réttan samstarfsaðila“ þegar fjárfest væri á Íslandi og nefndi að vegna sterkrar stöðu íslenska þjóðarbúsins þá ætti gjaldmiðillinn ekki að vera vandamál.