Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2025 15:57 Eva Bryndís Helgadóttir er réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert. Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. „Já, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að það yrði fallist á kröfu ákæruvaldsins um sakfellingu í þessu máli. Ég viðurkenni það. En eins og við vitum þá eru gerðar mjög strangar kröfur til þess að það sé fallist kröfu um fangelsi í svona málum. Sjaldnast rata þau svona langt í kerfinu. Mörg þeirra eru felld niður á fyrri stigum og þess háttar.“ Í samtali við fréttastofu benti Eva á að dómurinn hafi verið þríklofinn. Tveir dómarar hafi ákveðið að sýkna Albert, en einn þeirra viljað sakfella hann. „Þannig þetta er mjög tæpt,“ sagði hún. „Það segir okkur að það hafi margt bent til sakfellingar, enda átti ég von á þeirri niðurstöðu svo ég segi alveg eins og er.“ Aðspurð um hvort henni finnist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar segir Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ segir hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sagði að það hefði yfir höfuð komið honum á óvart að málinu hafi verið áfrýjað úr héraði til Landsréttar. Eva Bryndís var á öðru máli. „Alls ekki. Alls ekki. Það kom mér alls ekki á óvart að þessu máli yrði áfrýjað. Mér fannst héraðsdómurinn mjög sérkennilegur, og það kom mér alls ekki á óvart að honum hafi verið áfrýjað.“ Eva Bryndís segir það ekkert smá mál að stíga skrefið sem umbjóðandi hennar steig, að kæra og fara í gegnum allt ferlið. Það séu þung skref, og ekki léttvægt. Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Já, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að það yrði fallist á kröfu ákæruvaldsins um sakfellingu í þessu máli. Ég viðurkenni það. En eins og við vitum þá eru gerðar mjög strangar kröfur til þess að það sé fallist kröfu um fangelsi í svona málum. Sjaldnast rata þau svona langt í kerfinu. Mörg þeirra eru felld niður á fyrri stigum og þess háttar.“ Í samtali við fréttastofu benti Eva á að dómurinn hafi verið þríklofinn. Tveir dómarar hafi ákveðið að sýkna Albert, en einn þeirra viljað sakfella hann. „Þannig þetta er mjög tæpt,“ sagði hún. „Það segir okkur að það hafi margt bent til sakfellingar, enda átti ég von á þeirri niðurstöðu svo ég segi alveg eins og er.“ Aðspurð um hvort henni finnist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar segir Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ segir hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts, sagði að það hefði yfir höfuð komið honum á óvart að málinu hafi verið áfrýjað úr héraði til Landsréttar. Eva Bryndís var á öðru máli. „Alls ekki. Alls ekki. Það kom mér alls ekki á óvart að þessu máli yrði áfrýjað. Mér fannst héraðsdómurinn mjög sérkennilegur, og það kom mér alls ekki á óvart að honum hafi verið áfrýjað.“ Eva Bryndís segir það ekkert smá mál að stíga skrefið sem umbjóðandi hennar steig, að kæra og fara í gegnum allt ferlið. Það séu þung skref, og ekki léttvægt.
Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira